Eigum mann í sérflokki fjórða mótið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2012 06:00 Guðjón Valur Sigurðsson fór á kostum á Evrópumótinu í Serbíu. Mynd / Vilhelm Guðjón Valur Sigurðsson var valinn í úrvalsliðið á Evrópumótinu í Serbíu í gær en enginn spilaði betur í mótinu af vinstri hornamönnum að mati sérfræðinga evrópska sambandsins. Þetta er fjórða stórmót íslenska landsliðsins í röð þar sem Ísland á fulltrúa í úrvalsliði og alls hafa sex íslenskir leikmenn þótt skara framúr á þessum fjórum mótum. „Ég get ekki sagt að ég hafi verið hoppandi heljarstökk. Þetta er auðvitað skemmtileg viðurkenning en það er alltaf erfitt að veita einstaklingsverðlaun í hópíþrótt," sagði Guðjón Valur hógværðin uppmáluð og bætti við: „Maður fær þessi verðlaun út á liðsfélagana. Maður er ekki að gera hlutina sjálfur inni á vellinum heldur þarf margar hendur til að skora mörk. Meira en 90 prósent af þessu er þökk sé liðsfélögunum." Guðjón Valur tók við fyrirliðabandinu í forföllum Ólafs Stefánssonar á EM í Serbíu og skilaði sínu hlutverki frábærlega. Hann skoraði 41 mark í sex leikjum eða 6,8 mörk að meðaltali í leik. Þetta er hæsta meðalskor íslensks leikmanns á stórmóti síðan Ólafur Stefánsson skoraði 8,3 mörk að meðaltali á EM í Sviss 2006. Íslenskir leikmenn hafa verið í sérflokki á síðustu stórmótum ef marka má val á úrvalsliðum mótanna. Hér er undanskilið heimsmeistaramótið í Króatíu 2009 en íslenska liðið var ekki með á því móti. Guðjón Valur var einnig valinn í úrvalslið Ólympíuleikanna í Peking ásamt þeim Snorra Stein Guðjónssyni og Ólafi Stefánssyni. Ólafur var valinn í úrvalslið Evrópumótsins í Austurríki en hann var einnig valinn í úrvalsliðið á Evrópumótunum í Sviss 2006 og í Svíþjóð 2002. Alexander Petersson var valinn í úrvalslið Heimsmeistaramótsins í Svíþjóð í fyrra þegar íslenska liðið náði sjötta sætinu. Það setur árangur íslenska liðsins á EM í Serbíu í smá samhengi að Guðjón Valur var sá eini af fyrrnefndum leikmönnum sem lék með liðinu í milliriðlinum. Alexander gat ekki leikið með í síðustu þremur leikjunum vegna meiðsla og Ólafur og Snorri Steinn voru ekki með á þessu móti. Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson var valinn í úrvalsliðið á Evrópumótinu í Serbíu í gær en enginn spilaði betur í mótinu af vinstri hornamönnum að mati sérfræðinga evrópska sambandsins. Þetta er fjórða stórmót íslenska landsliðsins í röð þar sem Ísland á fulltrúa í úrvalsliði og alls hafa sex íslenskir leikmenn þótt skara framúr á þessum fjórum mótum. „Ég get ekki sagt að ég hafi verið hoppandi heljarstökk. Þetta er auðvitað skemmtileg viðurkenning en það er alltaf erfitt að veita einstaklingsverðlaun í hópíþrótt," sagði Guðjón Valur hógværðin uppmáluð og bætti við: „Maður fær þessi verðlaun út á liðsfélagana. Maður er ekki að gera hlutina sjálfur inni á vellinum heldur þarf margar hendur til að skora mörk. Meira en 90 prósent af þessu er þökk sé liðsfélögunum." Guðjón Valur tók við fyrirliðabandinu í forföllum Ólafs Stefánssonar á EM í Serbíu og skilaði sínu hlutverki frábærlega. Hann skoraði 41 mark í sex leikjum eða 6,8 mörk að meðaltali í leik. Þetta er hæsta meðalskor íslensks leikmanns á stórmóti síðan Ólafur Stefánsson skoraði 8,3 mörk að meðaltali á EM í Sviss 2006. Íslenskir leikmenn hafa verið í sérflokki á síðustu stórmótum ef marka má val á úrvalsliðum mótanna. Hér er undanskilið heimsmeistaramótið í Króatíu 2009 en íslenska liðið var ekki með á því móti. Guðjón Valur var einnig valinn í úrvalslið Ólympíuleikanna í Peking ásamt þeim Snorra Stein Guðjónssyni og Ólafi Stefánssyni. Ólafur var valinn í úrvalslið Evrópumótsins í Austurríki en hann var einnig valinn í úrvalsliðið á Evrópumótunum í Sviss 2006 og í Svíþjóð 2002. Alexander Petersson var valinn í úrvalslið Heimsmeistaramótsins í Svíþjóð í fyrra þegar íslenska liðið náði sjötta sætinu. Það setur árangur íslenska liðsins á EM í Serbíu í smá samhengi að Guðjón Valur var sá eini af fyrrnefndum leikmönnum sem lék með liðinu í milliriðlinum. Alexander gat ekki leikið með í síðustu þremur leikjunum vegna meiðsla og Ólafur og Snorri Steinn voru ekki með á þessu móti.
Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira