Handbolti

Danir fögnuðu vel í leikslok - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Danir tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn áðan með því að vinna 21-19 sigur á Serbum í úrslitaleiknum á EM í Serbíu. Danir voru með frumkvæðið allan tímann og kórónuðu frábæra endurkomu sína í mótinu.

Töp á móti Serbum og Pólverjum í riðlakeppninni þýddi að Danir komu stigalausir inn í milliriðilinn. Þeir unnu hinsvegar alla leiki sína í milliriðlinum, undanúrslitaleikinn og úrslitaleikinn og sigurinn í dag var því fimmti sigur danska liðsins í röð.

Ljósmyndarar AFP-fréttastofunnar náðu mörgum skemmtilegum myndum af fögnuðu Dana í leikslok. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×