Handbolti

Ulrik Wilbek búinn að vinna ellefu verðlaun á stórmótum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Ulrik Wilbek, þjálfari nýkrýndra Evrópumeistara Dana, er ótrúlega sigursæll þjálfari og var ekki að vinna verðlaun á stórmóti í fyrsta sinn í dag þegar Danir unnu 21-19 sigur á Serbum í úrslitaleiknum á EM í handbolta í Serbíu.

Wilbek þjálfari áður danska kvennalandsliðið sem vann sex verðlaun undir hans stjórn þar af voru fjögur þeirra úr gulli. Karlalandsliðið var þarna að vinna sín fimmtu verðlaun undir hans stjórn en þetta voru önnur gullverðlaunin.

Ulrik Wilbek hefur því unnið samtals ellefu verðlaun á stórmótum, sex gull, tvö silfur og þrjú brons. Hann hefur í bæði skiptin unnið gull á næsta stórmóti eftir að liðið hans tapaði úrslitaleik.

Verðlaun danska kvennalandsliðsins undir stjórn Ulrik Wilbek:

HM 1993 - Silfur

EM 1994 - Gull

HM 1995 - Brons

ÓL 1996 - Gull

EM 1997 - Gull

HM 1997 - Gull

Verðlaun danska karlalandsliðsins undir stjórn Ulrik Wilbek:

Em 1996 - Brons

HM 2007 - Brons

Em 2008 - Gull

Hm 2011 - Silfur

EM 2012 - Gull




Fleiri fréttir

Sjá meira


×