Hólmfríður: Mikill sorgardagur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2012 19:00 Hólmfríður í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Vilhelm „Þetta eru hræðilegar fréttir og er maður í raun orðlaus yfir þessu," sagði landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir við Vísi en í dag var ákveðið að blása keppnistímabilið af í Bandaríkjunum. Hólmfríður og Katrín Ómarsdóttir voru á mála hjá Philadelphia Independence og áttu að halda utan í mars. En í dag bárust þær fregnir að ekkert verði spilað í bandarísku WPS-deildinni í ár. Ástæðan eru fjárhagserfiðleikar og málaferli sem forráðamenn deildarinnar standa í. Þó er stefnt að því að byrja að spila aftur árið 2013. En ákvörðunin setur Hólmfríði og aðra leikmenn í mjög erfiða stöðu. „Það er búið að ganga á ýmsu og á sínum tíma var nokkur óvissa um hvort að það yrði spilað. En svo var gefið grænt ljós á það fyrir tveimur mánuðum síðan og því var ég ekkert að velta þessum málum fyrir mér lengur," sagði Hólmfríður. „Ef það er fótur fyrir því að halda áfram að spila árið 2013 er það hið besta mál. En þá þarf meiri stöðuleika og fleiri lið til að taka þátt. Það gengur ekki að leikmenn þurfi stöðugt að hafa áhyggjur af atvinnuöryggi sínu," sagði hún en aðeins fimm lið voru skráð til leiks á tímabilinu. „En þegar einar dyr lokast opnast aðrar og ég verð að hugsa um þetta á þeim nótum. Ég er reyndar engan veginn búin að átta mig á þessu enda heyrði ég fyrst af þessu í dag. Nú tekur við leit að nýju félagi," sagði Hólmfríður og lítur til Evrópu. Hún á norskan umboðsmann og lá það þegar fyrir áður en þetta mál kom upp að fara til Noregs síðar í vikunni til að ræða við félag. „Það átti að vera fyrir haustið [eftir að tímabilinu átti að ljúka í Bandaríkjunum] en nú kemur allt til greina. Síðustu þrjá tímana hef ég verið að tala við umboðsmanninn minn í Noregi og er leitin hafin." „En þetta var auðvitað ekki það sem ég vildi og þetta er í raun alveg ömurlegt. Þetta er mikill sorgardagur. Þetta eru ekki síst hræðilegar fréttir fyrir bandaríska knattspyrnu og með ólíkindum að ekki sé hægt að halda út atvinnumannadeild í þessu stóra landi." Fótbolti Tengdar fréttir Tímabilið blásið af í Bandaríkjunum Þær Hólmfríður Magnúsdóttir og Katrín Ómarsdóttir munu ekki spila í bandarísku atvinnumannadeildinni í knattspyrnu, WPS, í vetur. Tímabilið hefur verið blásið af en það var tilkynnt í dag. 30. janúar 2012 18:28 Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Sjá meira
„Þetta eru hræðilegar fréttir og er maður í raun orðlaus yfir þessu," sagði landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir við Vísi en í dag var ákveðið að blása keppnistímabilið af í Bandaríkjunum. Hólmfríður og Katrín Ómarsdóttir voru á mála hjá Philadelphia Independence og áttu að halda utan í mars. En í dag bárust þær fregnir að ekkert verði spilað í bandarísku WPS-deildinni í ár. Ástæðan eru fjárhagserfiðleikar og málaferli sem forráðamenn deildarinnar standa í. Þó er stefnt að því að byrja að spila aftur árið 2013. En ákvörðunin setur Hólmfríði og aðra leikmenn í mjög erfiða stöðu. „Það er búið að ganga á ýmsu og á sínum tíma var nokkur óvissa um hvort að það yrði spilað. En svo var gefið grænt ljós á það fyrir tveimur mánuðum síðan og því var ég ekkert að velta þessum málum fyrir mér lengur," sagði Hólmfríður. „Ef það er fótur fyrir því að halda áfram að spila árið 2013 er það hið besta mál. En þá þarf meiri stöðuleika og fleiri lið til að taka þátt. Það gengur ekki að leikmenn þurfi stöðugt að hafa áhyggjur af atvinnuöryggi sínu," sagði hún en aðeins fimm lið voru skráð til leiks á tímabilinu. „En þegar einar dyr lokast opnast aðrar og ég verð að hugsa um þetta á þeim nótum. Ég er reyndar engan veginn búin að átta mig á þessu enda heyrði ég fyrst af þessu í dag. Nú tekur við leit að nýju félagi," sagði Hólmfríður og lítur til Evrópu. Hún á norskan umboðsmann og lá það þegar fyrir áður en þetta mál kom upp að fara til Noregs síðar í vikunni til að ræða við félag. „Það átti að vera fyrir haustið [eftir að tímabilinu átti að ljúka í Bandaríkjunum] en nú kemur allt til greina. Síðustu þrjá tímana hef ég verið að tala við umboðsmanninn minn í Noregi og er leitin hafin." „En þetta var auðvitað ekki það sem ég vildi og þetta er í raun alveg ömurlegt. Þetta er mikill sorgardagur. Þetta eru ekki síst hræðilegar fréttir fyrir bandaríska knattspyrnu og með ólíkindum að ekki sé hægt að halda út atvinnumannadeild í þessu stóra landi."
Fótbolti Tengdar fréttir Tímabilið blásið af í Bandaríkjunum Þær Hólmfríður Magnúsdóttir og Katrín Ómarsdóttir munu ekki spila í bandarísku atvinnumannadeildinni í knattspyrnu, WPS, í vetur. Tímabilið hefur verið blásið af en það var tilkynnt í dag. 30. janúar 2012 18:28 Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Sjá meira
Tímabilið blásið af í Bandaríkjunum Þær Hólmfríður Magnúsdóttir og Katrín Ómarsdóttir munu ekki spila í bandarísku atvinnumannadeildinni í knattspyrnu, WPS, í vetur. Tímabilið hefur verið blásið af en það var tilkynnt í dag. 30. janúar 2012 18:28