Fleiri fréttir

Löwen vann í framlengingu - öruggt hjá Berlin

Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar hjá þýska félaginu Rhein-Neckar Löwen lentu í miklum vandræðum með Melsungen er liðin mættust í þriðju umferð þýsku bikarkeppninnar í kvöld.

KR-ingarnir sjóðheitir í sænska körfuboltanum

Svíþjóðarmeistarar Sundsvall Dragons gerðu góða ferð til Uppsala í kvöld þar sem Drekarnir völtuðu yfir heimamenn sem sátu á toppi deildarinnar fyrir leikinn. Íslendingarnir í liði Sundsvall afar sterkir sem fyrr en þó enginn meir en Jakob Örn Sigurðarson.

Breska kvennalandsliðið í handbolta kemur á óvart

Bretar ætla að tefla fram handboltaliðum á Ólympíuleikunum næsta sumar og undirbúningur er í fullum gangi þessa dagana. Bretar hafa verið þekktir fyrir allt annað en afrek á handboltavellinum hingað til og því má segja að þeir séu að byrja frá grunni.

Edda veik og nokkrir lykilmenn tæpir

Afar ólíklegt er að Edda Garðarsdóttir geti spilað með íslenska landsliðinu gegn því norður-írska í undankeppni EM 2012 á morgun. Leikurinn fer fram í Belfast.

NBA leikmaðurinn Ibaka samdi við Real Madrid

Spænski landsliðsmaðurinn Serge Ibaka hefur samið við Real Madrid en hann hefur látið að sér kveða með NBA-liðinu Oklahoma Thunder undanfarin ár. Ibaka varð Evrópumeistari með spænska landsliðinu í Litháen í haust en hann er fæddur í Kongó en er með spænskt ríkisfang. Ibaka gerði tveggja mánaða samning við Real Madrid. Ef verkbanninu í NBA deildinni verður aflýst mun Ibaka halda vestur yfir haf og leika með Oklahoma.

Wenger enn sár út af tapinu í deildabikarnum

Arsene wenger, stjóri Arsenal, segir að honum finnist enn sárt að hugsa um tap sinna manna gegn Birmingham í úrslitum ensku deildabikarkeppninnar á síðasta tímabili.

Dalglish: Þurfum bara smá heppni

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, er ánægður með hversu mörg tækifæri hans mönnum hefur tekist að skapa í undanförnum leikjum.

Chelsea kært af enska knattspyrnusambandinu

Chelsea hefur verið kært af enska knattspyrnusambandinu fyrir að hafa ekki stjórn á leikmönnum sínum í leik liðsins gegn QPR í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Kolo Toure spenntur fyrir PSG

Kolo Toure, leikmaður Manchester City, myndi skoða það með opnum huga að ganga til liðs við Paris Saint-Germain ef tilboð bærist frá félaginu.

Handboltalandslið Argentínu á Ólympíuleikana

Argentína varð í gær annað liðið til að tryggja sér sæti í keppni í handbolta karla á Ólympíuleikunum í Lundúnum á næsta ári en liðið varð í gær Ameríkumeistari í handbolta.

Aston Villa rannsakar ölvunarakstur Bannan

Forráðamenn Aston Villa hafa tilkynnt að Skotinn Barry Bannan, leikmaður félagsins, muni sæta rannsókn vegna umferðarslyss sem Bannan lenti í á sunnudagsmorgun.

Van der Vaart vorkennir Defoe

Rafael van der Vaart segist vorkenna Jermain Defoe fyrir að hafa ýtt honum út úr byrjunarliði Tottenham.

Guðjón Valur í úrvalsliði umferðarinnar í Meistaradeild Evrópu

Guðjón Valur Sigurðsson er í úrvalsliði síðustu umferðar í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði 9 mörk fyrir danska stórliðið AG frá Kaupmannahöfn í 31-29 sigri liðsins gegn franska liðinu Montpellier s.l. sunnudag. Liðsfélagi Guðjóns, Niclas Ekberg, var einnig valinn í úrvalsliðið en hann skoraði einnig 9 mörk gegn franska liðinu.

Sjóbirtingstímabilinu 2011 lokið

Sjóbirtngsvertíðinni er lokið þetta haustið og svo virðist sem að veiðin hafi á heildina litið ekki verið neitt sérstök. Helst að Tungulækur og Steinsmýrarvötn hafi blómstrað, en þó ekki fyrr en eftir að hafa farið afar seint í gang.

Dræm veiði í Tungufljóti þetta haustið

Veiðin í Tungufljóti í Skaftafellssýslu var einkar dræm þetta árið, en öfugt við undanfarin tvö ár var hægt að veiða megnið af haustinu. Undanfarin ár hafa einkennst af gríðarlegum vatnavöxtum, en nú var fljótið skaplegra.

Dapurlegar fréttir úr Skógá

Margir félagsmenn SVFR þekkja til Skógár undir Eyjafjöllum en svæðið hefur átt undir högg að sækja eftir eldgosið í fyrra. Líkur eru á að seiðasleppingum verði hætt í ána.

Eriksson hætti hjá Leicester

Sven-Göran Eriksson og enska B-deildarfélagið Leicester komust í gær að samkomulagi um starfslok en liðið hefur átt misjöfnu gengi að fagna á tímabilinu til þessa.

Terry ætlar að hreinsa nafnið sitt

John Terry, fyrirliði Chelsea, er harðákveðinn í að hreinsa nafnið sitt og ítrekar að hann hafi ekki beitt Anton Ferdinand, leikmann QPR, kynþáttaníði í leik liðanna um helgina.

Smáliðið sem skákar Barcelona og Real Madrid

Áður en keppnistímabilið hófst í spænska fótboltanum var Levante spáð falli af flestum sérfræðingum. Enginn átti von á því að smáliðið frá borginni Valencia næði að veita Barcelona og Real Madrid einhverja keppni. Levante er í efsta sæti spænsku deildarinnar þegar átta umferðum er lokið. Á Spáni bíða allir eftir því að Levante-„bólan“ springi en liðið hefur m.a. unnið Real Madrid 1-0 á heimaveli.

Iverson stendur fyrir stjörnumóti í Las Vegas

Þar sem það verður enginn NBA-bolti næstu vikurnar reyna menn að gera ýmislegt til þess að drepa tímann. Allen Iverson ætlar nú að halda tveggja daga mót í Las Vegas.

Balotelli segir fólki að fara varlega með flugelda

Ítalska vandræðabarnið Mario Balotelli og vinir hans voru næstum búnir að brenna húsið hans upp til agna er þeir léku sér með flugelda um síðustu helgi. Nú er hann aðalmaðurinn í herferð þar sem fólk er minnt á að fara varlega með flugelda.

Andri Steinn elti Willum í Leikni

Willum Þór Þórsson er búinn að landa sínum fyrsta leikmanni síðan hann tók við stjórnartaumunum hjá 1. deildarliði Leiknis. Miðjumaðurinn Andri Steinn Birgisson er búinn að semja við Leikni.

Freyr framlengdi við FH

FH-ingar hafa náð samkomulagi við varnarmanninn Frey Bjarnason um nýjan eins árs samning.

Enginn afsláttur hjá Mourinho

Það er ekkert elsku mamma hjá Jose Mourinho, þjálfara Real Madrid, og það fékk markvörðurinn, Iker Casillas, að reyna í dag.

Jónas fyrirgefur Guðjóni gömul svik

Jónas Þórhallsson býður sig fram til formennsku hjá knattspyrnudeild Grindavíkur í stað Þorsteins Gunnarssonar sem ætlar að hætta vegna yfirvofandi ráðningar Guðjóns Þórðarsonar. Jónas fyrirgefur Guðjóni sjö ára gömul svik og stefnir á titilinn á næsta ári.

Taarabt dreymir enn um PSG

Adel Taarabt, leikmaður QPR, virðist hugsa um lítið annað að komast frá QPR. Þá helst vill hann komast til PSG í Frakklandi og vonast leikmaðurinn eftir því að franska liðið geri tilboð í janúar.

Wenger finnur til með Man. Utd

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, viðurkennir að vorkenna Man. Utd eftir flenginguna sem félagið fékk gegn nágrönnum sínum í Man. City um helgina.

Al-Fayed: Mark Hughes er furðulegur maður

Þó svo Mark Hughes hafi yfirgefið Fulham í sumar er hann ekki hættur að rífast við eiganda félagsins, Mohamed Al-Fayed. Hughes hafði ekki áhuga á að þjálfa Fulham áfram og fór því í sumar.

Ameobi frá vegna meiðsla

Shola Ameobi, sóknarmaður Newcastle, verður frá næstu 4-6 vikurnar vegna meiðsla. Þetta eru slæmar fréttir fyrir Newcastle sem hefur byrjað tímabilið afar vel í ensku úrvalsdeildinni.

Aron Einar stefnir á úrvalsdeildina

Aron Einar Gunnarsson hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína með enska B-deildarliðinu Cardiff en hann skoraði tvö mörk í 5-3 sigri liðsins á Barnsley um helgina. Hann hefur samtals skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum liðsins.

Villas-Boas mögulega refsað fyrir ummæli

Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, var afar ósáttur við dómgæsluna í leik sinna manna gegn QPR um helgina og telja enskir fjölmiðlar líklegt að þau verði tekin fyrir af aganefnd enska knattspyrnusambandsins.

Chicharito búinn að framlengja

Stuðninigsmenn Manchester United fengu góðar fréttir í dag en félagið hefur tilkynnt að Javier Hernandez, Chicharito, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til 2016.

Birgir Leifur reynir sig á úrtökumóti fyrir PGA í fyrsta sinn

Birgir Leifur Hafþórsson hefur leik á morgun, þriðjudag, á úrtökumóti fyrir sterkustu atvinnumótaröð heims, PGA mótaröðina í Bandaríkjunum. Birgir Leifur hefur dvalið í Bandaríkjunum undanfarna daga en þetta er í fyrsta sinn sem atvinnumaðurinn tekur þátt á úrtökumóti fyrir PGA. Birgir telur sig eiga möguleika á að komast inn á mótaröðina en úrtökumótið er þrískipt líkt og á evrópsku mótaröðinni.

Sjá næstu 50 fréttir