Handbolti

Guðjón Valur í úrvalsliði umferðarinnar í Meistaradeild Evrópu

Guðjón Valur Sigurðsson er í úrvalsliði síðustu umferðar í Meistaradeild Evrópu í handbolta.
Guðjón Valur Sigurðsson er í úrvalsliði síðustu umferðar í Meistaradeild Evrópu í handbolta.
Guðjón Valur Sigurðsson er í úrvalsliði síðustu umferðar í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði 9 mörk fyrir danska stórliðið AG frá Kaupmannahöfn í  31-29 sigri liðsins gegn franska liðinu Montpellier s.l. sunnudag.  Liðsfélagi Guðjóns, Niclas Ekberg, var einnig valinn í úrvalsliðið en hann skoraði einnig 9 mörk gegn franska liðinu.

Guðjón Valur er ekki eini íslenski leikmaðurinn í liði AG því þar er einnig að finna þá Snorra Stein Guðjónsson, Arnór Atlason og Ólaf Stefánsson. Ólafur Guðmundsson er einnig samningsbundinn AG en hann leikur sem lánsmaður hjá Nordsjælland í Danmörku.

Ólafur Stefánsson verður brátt leikfær hjá AG eftir aðgerð á hné en hann var ekki í leikmannahópnum gegn Montpellier.

Næsti leikur AG í meistaradeild Evrópu er þann 19. nóvember þar sem liði leikur á útivelli gegn spænska liðinu Ademar Leon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×