Handbolti

Löwen vann í framlengingu - öruggt hjá Berlin

Guðmundur var kátur í kvöld.
Guðmundur var kátur í kvöld.
Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar hjá þýska félaginu Rhein-Neckar Löwen lentu í miklum vandræðum með Melsungen er liðin mættust í þriðju umferð þýsku bikarkeppninnar í kvöld.

Jafnræði var með liðunum allt frá upphafi og heimamenn í Melsungen leiddu með einu marki, 13-12, í hálfleik.

Heimamenn byrjuðu síðari hálfleik með látum og náðu fimm marka forskoti, 17-12. Löwen klóraði sig smám saman inn í leikinn og jafnaði í 24-24 þegar sex mínútur voru eftir.

Enn var jafnt, 27-27, þegar mínúta var eftir og Melsungen í sókn. Vörn Löwen varði lokaskotið með glæsibrag og því varð að framlengja.

Löwen hóf framlenginguna betur og leiddi eftir fyrri hálfleik framlengingarinnar, 27-30. Melsungen kom til baka í síðari hálfleik og minnkaði muninn í eitt mark, 29-30. Nær komst liðið ekki því Löwen tryggði sér sigur, 29-31. Róbert Gunnarsson skoraði eitt mark fyrir Löwen í leiknum.

Alexander Petersson skoraði síðan tvö mörk fyrir Füchse Berlin sem vann öruggan útisigur á HG Saarlouis, 28-39.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×