Handbolti

Handboltalandslið Argentínu á Ólympíuleikana

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Matias Schulz fagnar sigrinum í gær.
Matias Schulz fagnar sigrinum í gær. Nordic Photos / Getty Images
Argentína varð í gær annað liðið til að tryggja sér sæti í keppni í handbolta karla á Ólympíuleikunum í Lundúnum á næsta ári en liðið varð í gær Ameríkumeistari í handbolta.

Liðið mætti Brasilíu í úrslitaleik og vann þriggja marka sigur, 26-23, eftir að hafa verið með eins marks forystu í hálfleik, 15-14.

Matias Carlos Schulz var hetja Argentínu en hann varði alls 22 mörk, alls 49 þeirra skota sem hann fékk á sig í leiknum. Federico Fernandez var markahæstur Argentínumanna með sex mörk.

Felipe Ribeiro, leikmaður Ademar Leon á Spáni, skoraði sex mörk fyrir Brasilíu í leiknum.

Frakkar voru fyrstir til að tryggja sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum fyrir utan gestgjafana, Bretland. Það gerðu þeir með því að tryggja sér heimsmeistaratitilinn á HM í Svíþjóð í upphafi ársins.

Ísland á enn möguleika á Ólympíusæti en undankeppnin fyrir Evrópuþjóðirnar fer fram í apríl næstkomandi. Alls taka tólf handboltalandslið þátt í Ólympíuleikunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×