Fleiri fréttir

Andri Marteinsson: Stóðumst prófið þrátt fyrir tap

Andri Marteinsson þjálfari Víkings, var alls ekki ósáttur við frammistöðu síns liðs gegn KR í gærkvöld. „Þetta var ákveðið próf sem við þreyttum hér í dag. Mér fannst við standa okkur vel þó við höfum tapað. Mínir menn gerðu hluti sem var fyrir þá lagt og þeir lögðu sig fram,“ sagði Andri.

Rúnar Kristinsson: Vorum mun betri

Rúnar Kristinsson þjálfari KR var að vonum hæst ánægður með stigin þrjú sem KR sótti í Víkina. „Frábær stig að sækja hingað á Víkingsvöll. Það er erfitt að koma hingað og mæta vel skipulögðu Víkingsliði. Við þurftum eins og alltaf að gefa okkur alla í leikinn. Við sækjum ekki þrjú stig í neinum leik í Íslandsmótinu án þess að hafa fyrir því. Ég er mjög ánægður með að sækja þrjú stig hingað og halda hreinu,“ sagði Rúnar.

Þorvaldur: Menn voru að leggja sig fram hér í kvöld

„Ég er nokkuð ánægður að hafa haldið markinu hreinu og náð í þetta fyrsta stig,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, eftir leikinn við Fylkismenn í kvöld. Fram gerði markalaust jafntefli við Fylki í Árbænum í nokkuð bragðdaufum leik.

Ólafur: Jafntefli sanngjörn úrslit

„Mér fannst við ekki verðskulda neitt annað en eitt stig út úr þessum leik,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, eftir leikinn í kvöld. Fylkir gerði 0-0 jafntefli við Fram í heldur tíðindalitlum leik.

Jón Orri: Ætluðum okkar þrjú stig hér í kvöld

„Það er vissulega jákvætt að fá sitt fyrsta stig , en virkilega svekkjandi að ná ekki í þau öll,“ sagði Jón Orri Ólafsson, leikmaður Fram, eftir jafnteflið í Árbænum í kvöld.

Halldór Orri: Heimavallargryfja hvað?

"Það er varla hægt að kalla þetta gryfju þegar þeir hafa ekki spilað neinn leik hérna, án þess þó að gera lítið úr Þórsurum," sagði Halldór Orri Björnsson, stjörnumaður, spakur eftir sigurinn á Þór í kvöld.

Ronaldo: Ég er ekki með markakóngstitilinn á heilanum

Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, segir ekki vera með markakóngstitilinn á Spáni á heilanum en Portúgalinn hefur skorað sjö mörk í síðustu tveimur leikjum sínum og er nú kominn með fimm marka forskot á Lionel Messi hjá Barcelona.

Bayern München hækkar tilboð sitt í Neuer

Þýska stórveldið, Bayern München, hefur lagt fram enn stærra tilboð í Manuel Neuer, markvörð Shalke, en fyrra tiðboð þýska liðsins mun hafa verið of lágt.

Umfjöllun: Stórglæsilegt sigurmark Þórarins eyðilagði afmælisveisluna

Þórarinn Ingi Valdimarsson tryggði Eyjamönnum 1-0 sigur á Val og sá til þess að Valsmenn fóru stigalausir heim úr 100 ára afmælisveislunni á Vodavone-vellinum í kvöld. Eyjamenn spiluðu manni færri allan seinni hálfeikinn en tókst að halda aftur af heimamönnum áður en Þórarinn skoraði sigurmarkið með stórkostlegu skoti í uppbótartíma.

Umfjöllun: Fyrsti sigur Íslandsmeistaranna

Íslandsmeistarar Breiðabliks fögnuðu fyrsta sigri sínum í Pepsi-deildinni í knattspyrnu vel og innilega í kvöld en Grindvíkingar fóru tómhentir heim. Marki undir og manni fleiri þurftu Blikar að vera þolinmóðir í aðgerðum sínum og þolinmæðin skilaði að lokum árangri.

Umfjöllun: Fylkir og Fram gerðu markalaust jafntefli

Það var lítið um flugelda í Árbænum í kvöld þegar Fylkir tók á móti Fram í þriðju umferð Pepsi-deilar karla, en leiknum lauk með 0-0 jafntefli. Bæði lið fengu sín tækifæri í leiknum en allt kom fyrir ekki og því niðurstaðan sanngjörn.

Umfjöllun: KR vann Reykjavíkurslaginn í Víkinni

KR gerði góða ferð í Víkina í kvöld þar sem liðið vann 2-0 sigur á Víkingum í miklum baráttuleik sem þó var aldrei grófur. KR var 1-0 yfir í hálfleik. KR er komið á toppinn í Pepsi-deildinni með sigrinum.

Umfjöllun: Grétar tryggði Keflavík stig gegn FH

Leikur Keflavíkur og FH í 3. umferð Pepsídeildar karla lauk með hádramatískum hætti. Fyrstu 80 mínútur leikins voru í rólegra laginu. Þá tók við stórskemmtileg atburðarrás. Matthías Vilhjálmsson skoraði úr glæsilegri aukaspyrnu. Viktor Örn í liði FH fær að líta rauða spjaldið skömmu seinna og á lokaandartökum leiksins jafnar varamaðurinn Grétar Hjartarson metin í 1-1 sem voru lokatölur leikins. Keflvíkingar hafa því safnað saman 5 stigum í fyrstu 3 umferðunum á meðan Íslandsmeistaraefnin í FH sitja aðeins á eftir með 4 stig.

Stendur Warnock við orð sín og lætur Heiðar fá nýjan samning?

London Evening Standard skrifar um mál Heiðars Helgusonar í dag en Heiðar vill gera nýjan samning við Queens Park Rangers sem vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni fyrir næsta tímabil. Blaðið veltir því fyrir sér hvort stjórinn Neil Warnock standi við orð sín frá því í mars en þá sagði hann að Heiðar myndi fá nýjan samning.

Yfirlýsing frá Val: Valur hefur í engu brotið reglur KSÍ

Knattspyrnudeild Vals hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunnar fjölmiðla um formlega kvörtun KR-inga til KSÍ vegna afskipta þjálfara Vals af Ingólfi Sigurðssyni, Ingólfur er samningsbundinn KR en Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, sagði við Fréttablaðið að Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Vals, hafi skipt sér fullmikið af máli Ingólfs sem vill losna frá KR.

Woods og Mickelson: Ballesteros er goðsögn

Seve Ballesteros lést síðastliðin laugardag úr krabbameini sem hann hafði barist við í langan tíma. Ballesteros var einn allra besti kylfingur síðari tíma og gríðarlega virtur innan golfheimsins.

Roberts: Það verður ekkert partý hér

Jason Roberts, leikmaður Blackburn Rovers, ætlar sér stóra hluti gegn Manchester United næstkomandi laugardag, en þá getur Man. Utd. tryggt sér enska meistaratitilinn í 19. sinn í sögu félagsins.

Bynum fékk fimm leikja bann

Andrew Bynum, leikmaður L.A. Lakers, missir af fimm fyrstu leikjum næsta tímabils en hann hefur verið dæmdur í bann fyrir óíþróttamannslega hegðun í leik fjögur gegn Dallas Mavericks.

Webber mun berjast við Vettel í mótum

Christian Horner, yfirmaður Red Bull segir að liðsmenn hans, Sebastian Vettel og Mark Webber muni takast á um sigra í mótum og tvö næstu mótssvæði hafi skilað Webber betri árangri en Vettel í fyrra. Keppt verður á Spáni um aðra helgi og Mónakó viku síðar. Vettel hefur unnið þrjú af fyrstu fjórum mótum ársins, en Lewis Hamilton eitt.

Kaka hugsanlega á leið til Chelsea í skiptum fyrir Drogba

Brasilíski miðjumaðurinn, Kaka, hefur verið sterklega orðaður við Chelsea að undanförnu og nú þegar móðir hans hefur einnig tjáð sig um málið á Twitter þá telja breskir fjölmiðlar það aðeins vera tímaspursmál hvenær Roman Abramovich, eigandi félagsins, gangi frá kaupum á þessum snjalla leikmanni.

NBA: Chicago Bulls þarf aðeins einn sigur í viðbót

Chicago Bulls er aftur komið í bílstjórasætið í einvíginu gegn Atlanta Hawks í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni. Bulls sigraði Atlanta Hawks, 95-83, í fimmta leik liðanna og leiða því einvígið 3-2, en alls þarf að vinna fjóra leiki til að komast í næstu umferð.

Saka Frey um óheiðarleg vinnbrögð

Hinn 18 ára gamli leikmaður KR, Ingólfur Sigurðsson, setti allt á loft upp í Vesturbænum er hann ákvað að koma umkvörtunum sínum um félagið á framfæri á óvenjulegan. Hann setti inn færslu á samskiptasíðuna Twitter þar sem hann sagði ungum og efnilegum leikmönnum að halda sér frá KR.

Guðjón: Fór í Val til að bæta mig sem fótboltamann

Valsmaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson er besti leikmaður 2. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins. Guðjón Pétur átti mjög góðan leik í 2-0 sigri Vals í Grindavík og skoraði flottasta mark umferðarinnar. Guðjón er búin að skora í fyrstu tveimur deildarleikjum sínum i Valsbúningum og Valsmenn eru einir á toppnum með fullt hús.

Velkomin á Veiðivísi

Nú höfum við sett í loftið veiðivef inná Vísi sem ber nafnið Veiðivísir. Hér kemur þú til með að finna veiðifréttir úr öllum áttum, hvort sem um er að ræða lax- og silungsveiði, veiðar á sjóstöng eða skotveiðar. Við viljum hvetja ykkur til að senda okkur veiðifréttir og myndir til að deila með lesendum okkar, og þegar aðeins verður liðið á veiðitímann komum við til með að fara í skemmtilega myndaleiki þar sem þið getið unnið til glæsilegra verðlauna. T.d. veiðileyfi o.fl. Við óskum ykkur ánægjulegra stunda við vötnin og árnar, og minnum ykkur á að byrja veiðiferðina með veiðifréttunum á Veiðivísi. Bestu kveðjur og góða skemmtun við bakkana í sumar!

Stórhættulegt að kalla dómara "steik"

Íslenskir dómarar virðast taka það mjög nærri sér að vera kallaðir "steik". Það hefur nú gerst í annað sinn að leikmaður fær rauða spjaldið fyrir að kalla dómara steik.

Enn ein þrennan hjá Ronaldo

Portúgalinn Cristiano Ronaldo varð í kvöld fyrsti maðurinn í sögu spænsku úrvalsdeildarinnar til þess að skora sex þrennur á einni leiktíð. Ronaldo skoraði þrennu í 4-0 sigri Real Madrid á Getafe í kvöld. Karim Benzema komst einnig á blað.

Mercedes styður Schumacher þrátt fyrir brösótt gengi

Nobert Haug, yfirmaður Mercedes í akstursíþróttum segir að Mercedes styðji veru Michael Schumacher sem ökumanns liðsins í Formúlu 1 heilshugar, þó gengi hans hafi ekki verið sem best. Hann gerði þriggja ára samning við liðið í fyrra. Honum gekk heldur illa í mótinu í Tyrklandi á sunnudaginn.

Hart: Nú þurfum við að vinna bikar

Joe Hart og félagar í Man. City voru að vonum himinlifandi eftir sigurinn á Tottenham í kvöld enda er City með sigrinum búið að tryggja sér þáttökurétt í Meistaradeildinni að ári.

Kristján þjálfari ársins í Svíþjóð

Einn efnilegasti þjálfari Íslands, Kristján Andrésson, hefur heldur betur verið að gera það gott sem þjálfari síðan hann neyddist til þess að leggja skóna á hilluna á besta aldri.

Berlin með góðan sigur

Fuchse Berlin, lið Dags Sigurðssonar, er komið með tveggja stiga forskot á Rhein-Neckar Löwen í baráttunni um þriðja sætið í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Redknapp: Við þurfum kraftaverk til þess að ná fjórða sætinu

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hefur viðurkennt að það þurfi mikið að gerast ætli liðið að komast aftur í Meistaradeildina. Tottenham er sex stigum á eftir Manchester City þegar þrjár umferðir eru eftir en liðin mætast einmitt í Manchester í kvöld.

Gabbidon sektaður fyrir twitterfærslu

Danny Gabbidon, leikmaður West Ham United, hefur verið sektaður af enska knattspyrnusambandinu eftir harða twitter færslu sem leikmaðurinn setti inn í apríl.

Sjá næstu 50 fréttir