Enski boltinn

Ben Foster tekur sér frí frá landsliðinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ben Foster hættur með enska landsliðinu, tímabundið í það minnsta. Mynd. / Getty Images
Ben Foster hættur með enska landsliðinu, tímabundið í það minnsta. Mynd. / Getty Images
Ben Foster, markvörður Birmingham, hefur ákveðið að taka sér ótímabundið frí frá landsliðsverkefnum Englendinga.

Þessi 28 ára markvörður hefur verið annar í goggunarröðinni á eftir Joe Hart, markverði Man. City, en það mun ekki vera ástæðan fyrir ákvörðun Fosters.

Þráðlát meiðsli virðast reglulega taka sig upp hjá þessum snjalla markverði og því hefur hann ákveðið að félagslið hans fái forgang.

„Þegar maður er að leika í bestu deild í heiminum þá verður maður alltaf að vera í góðu standi og því þarf ég að passa vel upp á líkama minn,“ sagði Foster í viðtalið við heimasíðu Birmingham fc.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×