Íslenski boltinn

Vrenko: Spilamennska þeirra hentaði okkur ekki

Hjalti Þór Hreinsson á Akureyri skrifar
Vrenko í leiknum gegn Víkingum í 2. umferð.
Vrenko í leiknum gegn Víkingum í 2. umferð. Fréttablaðið/Valli
Janez Vrenko átti ágætis leik á miðju Þórs sem tapaði gegn Stjörnunni á heimavelli í kvöld. Lokatölur voru 0-1 fyrir Garðbæingum.

"Þetta var erfiður leikur, þeir sendu mikið af háum boltum og spiluðu aftarlega. Það gerði okkur erfitt fyrir að spila gegn svona liði. Það er leiðinlegt að tapa á vítaspyrnu en þetta var klárt víti. Við vorum mikið rangstæðir og þetta var mjög erfitt."

"Við fengum fullt af færum en okkur vantaði bara að klára þau. Það kemur næst," sagði Vrenko, sem var eðlilega ósáttur með tapið eins og allir Þórsarar í kvöld.


Tengdar fréttir

Halldór Orri: Heimavallargryfja hvað?

"Það er varla hægt að kalla þetta gryfju þegar þeir hafa ekki spilað neinn leik hérna, án þess þó að gera lítið úr Þórsurum," sagði Halldór Orri Björnsson, stjörnumaður, spakur eftir sigurinn á Þór í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×