Íslenski boltinn

Halldór Orri: Heimavallargryfja hvað?

Hjalti Þór Hreinsson á Akureyri skrifar
Halldór Orri fagnar marki.
Halldór Orri fagnar marki. Fréttablaðið
"Það er varla hægt að kalla þetta gryfju þegar þeir hafa ekki spilað neinn leik hérna, án þess þó að gera lítið úr Þórsurum," sagði Halldór Orri Björnsson, stjörnumaður, spakur eftir sigurinn á Þór í kvöld.

Halldór tognaði aftan á læri í fyrri hálfleik og er óvíst með þáttöku hans í næsta leik sem er um helgina.

Mikið var gert úr heimavelli Þórs, þeirra aðalvíti, en Halldór var ánægður með sigurinn.

"Þetta var hörkuleikur sem gat farið hvernig sem var, þetta kannski féll með okkur. Það er sætt að ná þessum sigri," sagði Halldór sem fékk dauðafæri í fyrri hálfleik, eina færið í hálfleiknum. "Meiðslin komu í veg fyrir mark," sagði Halldór brosmildur.

Eftir brotthvarf Steinþórs Freys Þorsteinssonar og innkomu Garðars Jóhannssonar breytist leikstíll Stjörnunnar óhjákvæmilega. "Garðar er stór og sterkur en Steinþór hálfgerður dvergur. Skarðið hans er samt stórt," sagði Halldór.

"Við erum að reyna að breyta ekki miklu en það gerist bara ósjálfrátt."

Halldór er nokk sáttur með byrjunina á mótin úr því sem komið er.

"Við fengum ekkert gegn Keflavík, töpuðum tveimur stigum gegn Víkingum en á móti kemur að þetta er virkilega sterk þrjú stig hérna í kvöld," sagði Halldór.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×