Fleiri fréttir

Nýliðinn Sergio Perez stal senunni

Sergio Perez frá Mexíkó, sem er nýliði í Formúlu 1 sló öllum við á Katalóníu brautinni á Spáni í dag, á æfingum Formúlu 1 keppnisliða. Hann náði besta tíma á Sauber bíl, sem er með Ferrari vél.

Vermaelen í óvissu vegna meiðslanna

Belginn Thomas Vermaelen segist ekki vita hvenær hann muni ná sér góðum af meiðslum sínum en hann hefur ekki spilað með liði sínu, Arsenal, síðan í ágúst.

Cole sleppur við kæru

Ashley Cole verður ekki kærður af lögreglu fyrir að skjóta á ungan nema sem var í starfsþjálfun hjá Chelsea með loftriffil sem hann tók með sér á æfingasvæði félagsins.

Moyes hefur áhyggjur af meiðslum Arteta

David Moyes, stjóri Everton, óttast að Mikel Arteta verði frá næstu vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik liðsins gegn Birmingham í gær.

Haaß: Íslendingar voru bara betri

Michael Haaß, leikstjórnandi í þýska landsliðinu í handbolta, viðurkenndi eftir leikinn gegn Íslandi í gær að þeir hafi einfaldlega verið lakari aðilinn í leiknum.

Brand vill ekkert tjá sig um framtíðina

Heiner Brand, landsliðsþjálfari Þýskalands, segist ekkert vilja tjá sig um framtíð sína í starfi en liðið tapaði í gær fyrir Íslandi í undankeppni EM 2012, 36-31.

Þarf Gerrard að fara í aðgerð?

Svo gæti farið að Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, þurfi að fara í aðgerð vegna meiðsla í nára. Hann hefur verið tæpur að undanförnu og fór ekki með liðinu til Portúgals þar sem Liverpool mætir Braga í Evrópukeppni UEFA í kvöld.

Noregur, Danmörk og Svíþjóð töpuðu öll í gær

Keppni í alþjóðlegum handbolta fór aftur á fullt skrið í gær rétt rúmum mánuði eftir að HM í Svíþjóð lauk. Greinilegt er að nokkur af þeim liðum sem náðu hvað lengst þar áttu erfitt uppdráttar í gær.

Ferguson rýfur þögnina

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur loksins látið hafa eitthvað eftir sér um leikinn gegn Liverpool um helgina.

Óli Stef: Rugluðum þá kannski með mottunum

Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði var einn fjölmargra leikmanna íslenska landsliðsins sem skartaði myndarlegu yfirvaraskeggi í Laugardalshöllinni í kvöld. Það var að sjálfsögðu gert í tilefni Mottumars-átaksins.

Aron: Vorum í heimsklassa í fyrri hálfleik

Ungstirnið Aron Pálmarsson átti magnaðan leik fyrir íslenska landsliðið gegn Þýskalandi í kvöld. Hann skoraði 8 mörk í leiknum og þar af 6 í fyrri hálfleik.

Tottenham hélt hreinu og komst áfram í 8-liða úrslit

Það gerist ekki oft að Tottenham haldi hreinu í fótboltaleik en markalaust jafntefli liðsins gegn ítalska liðinu AC Milan í kvöld tryggði enska liðinu sæti í 8-liða úrslitum í fyrsta sinn í sögu félagsins. Mark Peter Crouch í fyrri leiknum á San Siro í Mílanó tryggði Tottenham 1-0 sigur samanlagt. "Þetta er stórt kvöld fyrir okkur. Varnarleikurinn var magnaður hjá öllu liðinu og við áttum þetta skilið," sagði Crouch í leikslok.

Frábært jöfnunarmark hjá Johnny Heitinga - myndband

Hollendingurinn Johnny Heitinga tryggði Everton 1-1 jafntefli á móti Birmingham í ensku úrvalsdeildinni á Goodison Park í kvöld. Markið var hans fyrsta fyrir félagið og það var ekki af lakari gerðinni. Það má sjá markið sem og svipmyndir úr leiknum með því að smella hér fyrir ofan.

Harry Redknapp: Leið ekki vel þessar 90 mínútur

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, varð í kvöld fyrsti enski stjórinn sem kemur liði inn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þegar hans menn slógu út ítalska liðið AC Milan. Liðin gerðu markalaust jafntefli á White Hart Lane en Tottenham vann fyrri leikinn 1-0 á San Siro.

Schalke hafði betur gegn Valencia og komst í 8-liða úrslit

Schalke tryggði sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með 3-1 sigri á heimavelli í Þýskalandi gegn Valencia frá Spáni. Samanlagt sigraði Schalke 4-2 en Farfán gerði út um vonir Valencia með marki á lokamínútunni en Valencia sótt af krafti á lokakaflanum.

Njarðvík vann B-deildina - Fjölnir fallið í 1. deild

Njarðvíkurkonur tryggðu sér sigur í B-deildinni og leik á móti Haukum í fyrstum umferð úrslitakeppninnar eftir 75-68 sigur á Snæfelli í Njarðvík lokaumferð Iceland Express deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Snæfell mætir KR í hinni viðureigninni en Fjölnir er fallið úr deildinni eftir stórt tap á móti Grindavík.

Stelpurnar okkar vinsælar - margar þjóðir vilja fá vináttulandsleiki

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins sem náði frábærum árangri í Algarve-bikarnum, segir að frammistaða liðsins á mótinu hafi vakið mikla athygli með hinna þjóðanna en flestar sterkustu knattspyrnuþjóðir heims taka þátt í mótinu. Ísland náði silfurverðlaunum og veitt besta liði heims harða keppni í úrslitaleiknum.

Argentína á nú besta fótboltalandsliðið í Suður Ameríku

Argentína komst upp fyrir Brasilíu á nýjasta styrkleikalista FIFA sem var gefinn út í dag en Brasilíumenn eru komnir alla leið niður í fimmta sætið á listanum eftir að hafa setið í toppsætinu í mörg ár. Argentína er því í fyrsta sinn í langan tíma með besta fótboltalandsliðið í Suður Ameríku að mati heimslista Alþjóðaknattspyrnusambandsins.

Mascherano gerir grín að væli Arsenal-manna

Javier Mascherano, argentínski miðjumaðurinn hjá Barcelona, gagnrýndi liðsmenn og stjóra Arsenal fyrir að kenna svissneska dómaranum Massimo Busacca um tapið í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Íslensku stelpurnar fengu silfrið í Algarve-bikarnum

Íslenska kvennalandsliðið varð í öðru sæti í Algarve-bikarnum eftir 2-4 tap á móti Bandaríkjunum í úrslitaleik í dag. Íslenska liðið komst yfir í 2-1 í leiknum en fékk á svekkjandi jöfnunarmark á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks. Bandaríska liðið tryggði sér síðan sigurinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Katrín Ómarsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir skoruðu mörk Íslands í dag.

Ísland í 115. sæti á heimslista FIFA

Ísland féll um eitt sæti þegar nýr styrkleikalisti FIFA var gefinn út í dag. Liðið er nú í 115. sæti og nálgast óðum sinn versta árangur frá upphafi.

Liuzzi ráðinn sem ökumaður Hispania

Tonio Liuzzi frá Ítalíu var í dag staðfestur sem ökumaður Hispania Formúlu 1 liðsins og þar með er búið að fylla öll 24 sæti ökumanna fyrir þetta keppnistímabil.

Fabio Capello: Bale er sá besti í heimi

Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins er mikill aðdáandi Gareth Bale hjá Tottenham og Ítalinn fór fögrum orðum um hann í viðtali við Sky Sports. Hinn 21 árs gamli Wales-maður er að stíga upp úr meiðslum og vonast til að geta spilað á móti AC Milan í Meistaradeildinni í kvöld.

Eina tap bandaríska liðsins frá 2006 var eftir vítakeppni

Ísland og Bandaríkin mætast klukkan 17.00 í dag í úrslitaleik Algarve-bikarsins í Portúgal. Þetta er fyrsti úrslitaleikur íslensku stelpnanna á þessu móti en bandaríska liðið er hinsvegar að spila til úrslita í mótinu níunda árið í röð og í ellefta skiptið alls.

Bestu kylfingar heims verða saman í ráshóp í Miami

Forráðamenn PGA mótaraðarinnar í golfi hafa á undanförnum árum forðast það að setja bestu kylfinga heims saman í ráshópa á fyrstu tveimur keppnisdögunum á bandarísku mótaröðinni. Á þessu tímabili hefur PGA breytt um áherslur og spilað út "öllum sínum trompum“ á fyrstu tveimur keppnisdögunum. Á heimsmótinu sem hefst á fimmtudaginn í Miami verður gengið enn lengra þar sem að sex efstu kylfingar heimslistans verða saman í tveimur ráshópum.

Sjá næstu 50 fréttir