Fleiri fréttir

Sunnudagsmessan: Gæti orðið erfitt fyrir Eið að komast í liðið

Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekki fengið mikið að spreyta sig hjá Fulham frá því hann kom til liðsins í janúar frá Stoke. Í 3-2 sigri liðsins um s.l. helgi gegn Blackburn kom Eiður ekkert við sögu og telur Hjörvar Hafliðason fótboltasérfræðingur Sunnudagsmessunnar að það gæti reynst erfitt fyrir Eið að komast í liðið – sérstaklega eftir að Bobby Zamora fór að leika að nýju.

Guardiola: Fullkominn leikur

Pep Guardiola, stjóri Barcelona, hrósaði sínum mönnum mikið eftir sigurinn á Arsenal í gær.

Fabregas baðst afsökunar á mistökunum

Cesc Fabregas hefur beðist afsökunar á mistökunum sem hann gerði skömmu áður en Barcelona skoraði fyrsta markið í 3-1 sigri sínum á Arsenal í gær.

NBA í nótt: Fimmta tap Miami í röð

Það virðist ekkert ganga upp hjá Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta þessa dagana en liðið tapaði í nótt sínum fimmta leik í röð.

Óli Stef.: Nú erum við með forskotið

"Nú er að duga eða drepast. Þetta er þannig leikur fyrir okkur,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson um leik Íslands og Þýskalands í Laugardalshöllinni í kvöld. Leikurinn er liður í undankeppni fyrir EM 2012 sem haldið verður í Serbíu í janúar næstkomandi.

Skoraði mark eftir fjórar sekúndur

Ótrúlegt mark var skorað í neðri deildunum á Ítalíu um síðustu helgi og hafa vafalaust fá mörk verið skoruð jafn snemma í knattspyrnuleik og þá.

Szczesny líklega ekki meira með í vetur

Þetta var svo sannarlega ekki kvöld Arsenal. Ekki bara féll liðið úr leik í Meistaradeildinni heldur verður liðið líklega án markvarðarins Wojciech Szczesny það sem eftir lifir leiktíðar.

Van Persie: Rauða spjaldið var brandari

Robin Van Persie, framherji Arsenal, var allt annað en sáttur við rauða spjaldið sem hann fékk í leiknum gegn Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld.

Aldrige: Suarez minnir mig á Keegan og Dalglish

Úrúgvæinn Luis Suarez hefur slegið í gegn hjá Liverpool og stórbrotin frammistaða gegn Man. Utd hefur þar mikið að segja. Suarez átti þátt í öllum mörk Dirk Kuyt í leiknum.

Clattenburg ætlar að taka sér frí í mánuð

Það hefur gustað um enska dómarann Mark Clattenburg síðustu daga. Hann sleppti því að reka Rooney af velli fyrir olnbogaskot gegn Wigan og hefur fylgt því eftir með fleiri umdeildum dómum.

Byrjunarlið Íslands gegn Bandaríkjunum

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvennaliðs Íslands í knattspyrnu, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands, fyrir úrslitaleikinn í Algarve-mótinu.

Verður Higuain með gegn Barcelona?

Argentínumaðurinn Gonzalo Higuain hefur verið lengi frá vegna meiðsla en gæti náð leik Real Madrid gegn Barcelona úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar í næsta mánuði.

Mark Webber fljótastur í Katalóníu

Ástralinn Mark Webber á Red Bull var sneggstur allra í dag á fyrsta degi æfinga af fimm, sem Formúlu 1 lið verða við æfingar á Katalóníu brautinni á Spáni.

Þekktir kappar vilja hanna ÓL golfvöllinn í Brasilíu

Keppt verður í golfi í fyrsta sinn á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro í Brasilíu árið 2016 og helstu golfvallahönnuðir heims keppast nú um að þeir verði valdir til þess að hanna keppnisvöllinn fyrir ÓL.

Guardiola: Við munum sækja

Pep Guardiola, stjóri Barcelona, segir að höfuðáhersla verði lögð á sóknarleik þegar að liðið tekur á móti Arsenal í síðari viðureign þeirra í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fabregas: Verður sérstakur leikur

Cesc Fabregas snýr í kvöld aftur til Barcelona þar sem hann mun leiða lið sitt, Arsenal, til leiks í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Defoe íhugaði að fara frá Tottenham í janúar

Jermain Defoe skoraði sín fyrstu deildarmörk fyrir Tottenham á tímabilinu er liðið gerði 3-3 jafntefli gegn Wolves um helgina. Hann viðurkennir þó að hafa íhugað stöðu sína hjá liðinu þegar félagaskiptaglugginn var opinn í janúar síðastliðnum.

Mótshaldarar í Barein fá frest til 1. maí

FIA hefur gefið Formúlu 1 mótshöldurum í Barein frest þangað til 1. maí til að ákveða hvort Formúlu 1 mót getur farið fram í landinu eður ei. Mótið átti að vera á dagskrá 13. mars, en var fellt niður vegna pólitísks ástands í landinu.

Fékk rautt spjald fyrir að tækla áhorfanda í Boratsundskýlu

Ashley Vickers er ekki þekktasta nafnið í fótboltaheiminum en hann er leikmaður og þjálfari enska fótboltaliðsins Dorchester Town. Vickers, sem er 38 ára gamall, fékk rautt spjald í leik gegn Havant & Waterlooville fyrir skrautlega "ruðningstæklingu“ þar sem hann stöðvaði mann sem hljóp um völlinn í skærgrænni "Boratsundskýlu“

Suarez spilar tvo leiki á næsta mánuði

Luis Suarez, leikmaður Liverpool, segir að stuðningsmenn liðsins þurfi að bíða eitthvað lengur þar til að hann nær að sýna sínar allra bestu hliðar á vellinum.

Reiður Nani frá í mánuð

Nani, leikmaður Manchester United, verður líklega frá í mánuð vegna meiðslanna sem hann hlaut í leik liðsins gegn Liverpool um helgina.

Helena í úrvalslið riðilsins

Helena Sverrisdóttir var valin í úrvalslið Mountain West-riðilsins í bandaríska háskólaboltanum í þriðja sinn á ferlinum í gær.

Liðið getur náð enn lengra

Stelpurnar okkar í knattspyrnulandsliðinu náðu einstökum árangri í gær er liðið komst í úrslitaleik Algarve-mótsins en í mótinu taka þátt öll bestu lið heims. Sigurður Ragnar landsliðsþjálfari segir enn meira búa í íslenska liðinu.

Guðmundur: Þurfum fulla Laugardalshöll

Á morgun mun íslenska handboltalandsliðið taka á móti því þýska í undankeppni EM 2012. Liðin mætast svo aftur ytra á sunnudaginn en um gríðarlega mikilvæga leiki er að ræða fyrir bæði lið.

Ballack ætlar að yfirgefa Leverkusen í sumar

Ferill þýska miðjumannsins, Michael Ballack, er á hraðri niðurleið. Hann er orðinn fjórði í vali á miðjumönnum hjá Bayer Leverkusen og mun því væntanlega yfirgefa félagið í sumar.

Lampard skoraði tvö mörk í öruggum sigri Chelsea

Chelsea er níu stigum á eftir toppliði Man. Utd eftir öruggan útisigur á Blackpool í kvöld. Lokatölur 1-3. Chelsea er þess utan aðeins tveim stigum á eftir Man. City sem situr í þriðja sæti og Chelsea á leik inni.

Sjá næstu 50 fréttir