Handbolti

Mætast Alfreð og Guðmundur í úrslitum þýska bikarsins?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel. Nordic Photos / Bongarts
Í dag var dregið í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar í handbolta og er nú ljóst að Kiel og Rhein-Neckar Löwen eiga nú möguleika á að spila til úrslita í keppninni.

Kiel mætir Göppingen í sinni undanúrslitaviðureign og þá dróst Rhein-Neckar Löwen gegn Flensburg.

Undanúrslitaleikirnir sem og sjálfur úrslitaleikurinn fara fram í Hamburg helgina 7.-8. maí næstkomandi.

Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel og Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, stýrir liði Löwen.

Þá leikur Aron Pálmarsson með Kiel og þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Ólafur Stefánsson og Róbert Gunnarsson með Löwen.

Úrslitaleikurinn verður sýndur í 75 löndum víða um heim og því um gríðarlega stóran viðburð að ræða. Það væri óneitanlega góð auglýsing fyrir íslenskan handbolta að eiga báða þjálfara liðanna sem leika til úrslita og fjóra leikmenn inn á vellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×