Fleiri fréttir

Létu þjálfarann finna fyrir því eftir tap í æfingaleik

Það er ekki auðvelt að vera þjálfari í grísku deildinni því það er ekki nóg með að menn þurfi að hafa áhyggjur af vera rekinn við minnsta tækifæri þá eiga menn líka í hættu á því að lenda í ósáttum og blóðheitum stuðningsmönnum út á götu.

Erlendur dómari á bikarúrslitaleik KR og FH

Um komandi helgi verður leikið til úrslita í bikarkeppni KSÍ. Úrslitaleikurinn í karlaflokki verður milli KR og FH en beðið er þessa leiks með mikilli eftirvæntingu og búist við talsvert betri mætingu en undanfarin ár.

Eiður Smári talar ekki við íslenska fjölmiðla

Eiður Smári Guðjohnsen var hvergi sjáanlegur við upphaf morgunæfingar íslenska A-landsliðsins í fótbolta á Framvellinum í dag en KSÍ bauð þá íslenskum fjölmiðlum aðgengi að landsliðsmönnunum í tilefni af vináttulandsleik Íslands og Liechtenstein á morgun.

Bob Bradley líklegastur sem næsti stjóri Aston Villa

Bob Bradley, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, gæti verið á leiðinni í ensku úrvalsdeildina en hann þykir nú líklegastur sem næsti stjóri Aston Villa eftir að Martin O'Neill hætti óvænt í gær.

Martin O'Neill mátti ekki eyða peningunum fyrir söluna á Milner

Martin O'Neill hætti skyndilega sem stjóri Aston Villa í gær aðeins fimm dögum áður en keppnistímabilið hófst í ensku úrvalsdeildinni. Tímasetning kemur mest á óvart en vitað hefur verið um ósætti milli O'Neill og eigandans Randy Lerner um nokkurn tíma.

NBA-leikir fara fram í London

Forráðamenn NBA-deildarinnar hafa ákveðið að feta í fótspor NFL-deildarinnar og spila deildarleiki í London. Tveir deildarleikir munu fara fram í Lundúnum næsta vetur.

Ævintýraleg eyðsla hjá Real Madrid

Það er ekkert félag í heiminum eins duglegt að eyða peningum og Real Madrid. Samkvæmt spænska blaðinu Marca hefur Real eytt yfir 1.000 milljónum evra í leikmenn síðasta áratuginn.

Eiður sagður vera á leið til Fulham

Breska blaðið Daily Mail heldur því fram í kvöld að Eiður Smári Guðjohnsen muni semja við enska úrvalsdeildarliðið Fulham á næstu 24 tímum.

Versta mót ferilsins hjá Tiger

Helgin var löng hjá Tiger Woods því hann hefur aldrei spilað lélega golf síðan hann gerðist atvinnumaður í íþróttinni.

Drogba: Þurfum að bæta okkur mikið

Didier Drogba, framherji Chelsea, viðurkennir fúslega að Chelsea þurfi að bæta sinn leik verulega ætli liðið sér að byrja ensku deildina almennilega.

Edda og Ólína í bikarúrslit

Það verður Íslendingaslagur í úrslitum sænsku bikarkeppninnar í ár en Örebro, lið Eddu Garðarsdóttur og Ólínu Guðbjargar Viðarsdóttur, tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum með 2-1 sigri á Linköping eftir framlengingu.

Ray Allen: Það er pláss fyrir Shaq í Boston-liðinu

Ray Allen segir að það sé pláss í Boston liðinu fyrir Shaquille O’Neal sem skrifaði undir tveggja ára samning við Celtics-liðið í síðustu viku. Margir líta á komandi vetur sem síðasta tækifærið fyrir Boston-liðið að vinna NBA-meistaratitilinn með þríeykið Paul Pierce, Kevin Garnett og Allen í fararbroddi en þeir unnu saman titilinn árið 2008.

Van der Sar: Javier Hernandez lítur vel út

Edwin van der Sar, markvörður enska liðsins Manchester United, er ánægður með nýja framherjann Javier Hernandez sem skoraði eitt marka United í 3-1 sigri á Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöldinn í gær.

Sepp Blatter er gamaldags

Louis Van Gaal, þjálfari FC Bayern, er ekki í aðdáendaklúbbi alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, og gagnrýnir sambandið harkalega fyrir silaleg vinnubrögð í tæknimálum og að bæta við dómurum.

Enska landsliðið datt hraustlega í það eftir lokaleik sinn á HM

David James, landsliðsmarkvörður Englands, segir að leikmenn enska landsliðsins hafi drekkt sorgum sínum á HM í bókstaflegri merkingu. James segir að menn hafi skrúfað tappa úr mörgum flöskum eftir síðasta leik og drykkjan hafi staðið fram á morgun.

Pacheco: Ég vil sýna Roy að ég sé nógu góður fyrir Liverpool

Spænski unglingalandsliðsmaðurinn Dani Pacheco ætlar ekki að gefa upp vonina um að vinna sér fast sæti í aðallliði Liverpool. Pacheco varð markakóngur á EM 19 ára á dögunum og spilaði allar 90 mínúturnar þegar Liverpool vann FC Rabotnicki í síðustu viku.

Martin O'Neill hættur sem stjóri Aston Villa

Martin O'Neill hætti í dag sem stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Aston Villa en engin ástæða var gefin fyrir því að þessi virti stjóri hætti snögglega eftir fjögurra ára starf á Villa Park.

Moratti, forseti Inter: Maicon verður áfram hjá okkur

Massimo Moratti, forseti ítalska félagsins Internaztionale, segir að Real Madrid sé ekki tilbúið að gera nóg til þess að fá brasiliska bakvörðinn Maicon. Maicon hefur verið á óskalista Jose Mourinho síðan hann fór yfir á Santiago Bernabeu.

Komast Edda og Ólína líka í bikaúrslitaleikinn?

Edda Garðarsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir eiga möguleika á að komast í bikarúrslitaleikinn í Svíþjóð þegar lið þeirra KIF Örebro mætir Linköpings FC í seinni undanúrslitaleiknum í dag.

Mancini: Fyrsti leikurinn mun ekki ráða úrslitum

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, reyndi að tala niður mikilvægi leik liðsins á móti Tottenham um næstu helgi í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Liðin háðu harða keppni um sæti í Meistaradeildinni á síðasta tímabili þar sem að Tottenham hafði betur.

Joe Hart fer ekki frá Manchester City

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur útilokað það að markvörðurinn Joe Hart fari frá liðinu en hann var lánaður til Birmingham á síðasta tímabili.

Nýtt Stjörnufagn fæddist í bókstaflegri merkingu - myndband

Stjörnumenn eru langt frá því að vera hættir að búa til ný og skemmtileg fögn enda fylgjast menn með allstaðar að úr heiminum hvað gerist þegar Stjörnumenn skora næst í Pepsi-deildinni. Stjarnan vann 3-2 sigur á Selfossi 15. umferðinni í gær og frumsýndu þá tvö ný fögn.

Manchester United gæti fengið Ozil fyrir 13,5 milljónir punda

Guardian segir frá því í morgun að þótt að Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hafi talað um það að hann væri ánægður með leikmannahópinn sinn, þá hafi hann engu að síður mikinn áhuga á að kaupa þýska landsliðsmanninn Mesut Ozil frá Werder Bremen.

Alonso: Helmingslíkur á meistaratitli

Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari telur að hann eigi möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1, þó hann sé aðeins í fimmta sæti í stigamótinu.

Hólmfríður með tvö glæsimörk í nótt - annað beint úr aukaspyrnu

Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði bæði mörk Philadelphia Independence í 2-2 jafntefli á móti Boston Breakers í bandarísku atvinnumannadeildinni í nótt. Hólmfríður skoraði mörkin sín með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik og það þótt að spila leikinn sem bakvörður.

Royston Drenthe með karatespark - myndband

Royston Drenthe var í sviðsljósinu er Real Madrid og Los Angeles Galaxy mættust í Kaliforníu í vináttuleik á laugardagskvöldið fyrir framan 85.000 manns.

Haraldur: Fúlt að vera ekki enn búnir að landa sigri hérna

„Við vorum ekki nógu skarpir í fyrrihálfleik og áttum ágætan síðari hálfleik en heilt yfir þá fannst mér við slakir í dag. KR-ingarnir voru kannski ekkert sérstakir heldur en við vorum slakari en þeir í dag," sagði Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflvíkinga, vonsvikinn í leikslok.

Gunnlaugur: Við máttum alls ekki við tapi

„Ég er gríðarlega sáttur með að hafa haldið markinu hreinu en það hefur ekki gerst í sumar,“ sagði Gunnlaugur Jónsson ,þjálfari Valsara, eftir jafnteflið við Grindavík á Hlíðarenda í Pepsi-deild karla í kvöld.

Rúnar: Hver einasti leikur mjög mikilvægur

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum ánægður með sigurinn í kvöld en KR-ingar höfðu betur í Keflavík gegn heimamönnum og sigurganga Rúnars með liðið heldur áfram.

Ólafur Örn: Urðum að vera rólegir og yfirvegaðir

„Ég er svona hæfilega sáttur við leikinn, en ég hefði að sjálfsögðu kosið að fá þrjú stig, sagði Ólafur Örn Bjarnason, þjálfari Grindvíkinga, eftir jafnteflið við Val í kvöld í 15. umferð Pepsi-deildar karla.

Halldór: Við erum ekkert hættir að fagna

„Ég er gríðarlega sáttur, þetta var virkilega erfiður vinnusigur þar sem við hlupum úr okkur lungun. Við vissum að ef við myndum ná sigri í dag myndum við skilja við fallbaráttuna og því er þetta virkilega sætur sigur.

Guðmundur: Spiluðum barnalegan varnarleik

„Við erum hundfúlir því við töpuðum, við ætluðum okkur sigur en því miður líðum við fyrir að spila barnalegan varnarleik of oft í þessum leik.

Sjá næstu 50 fréttir