Enski boltinn

Martin O'Neill mátti ekki eyða peningunum fyrir söluna á Milner

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin O'Neill.
Martin O'Neill. Mynd/Getty Images
Martin O'Neill hætti skyndilega sem stjóri Aston Villa í gær aðeins fimm dögum áður en keppnistímabilið hófst í ensku úrvalsdeildinni. Tímasetning kemur mest á óvart en vitað hefur verið um ósætti milli O'Neill og eigandans Randy Lerner um nokkurn tíma.

Engin ástæða var gefin í fréttatilkynningu frá félaginu en nú hafa enskir miðlar grafið það upp að O'Neill hafi hætt vegna ósættis með afstöðu forráðamenna félagsins í leikmannamálum.

Guardian segir frá því að Martin O'Neill hafi ákveðið að hætta þegar hann frétti það að hann mætti ekki kaupa nýja leikmenn fyrir peningana sem Aston Villa fengi fyrir söluna á James Milner til Manchester City.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×