Enski boltinn

Mancini: Fyrsti leikurinn mun ekki ráða úrslitum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini, stjóri Manchester City.
Roberto Mancini, stjóri Manchester City. Mynd/AP
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, reyndi að tala niður mikilvægi leik liðsins á móti Tottenham um næstu helgi í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Liðin háðu harða keppni um sæti í Meistaradeildinni á síðasta tímabili þar sem að Tottenham hafði betur.

„Ég held að fyrstu leikirnir á tímabilinu mun ekki ráða úrslitum. Það verða sex eða sjö félög að berjast um fjórða sætið og ég býst við að við munum keppa þar við Everton, Liverpool og Tottenham," sagði Roberto Mancini.

„Það verða allir leikir erfiðir og við byrjum á því að mæta Spurs og svo Liverpool í fyrstu tveimur leikjunum okkar. Það væri hinsvegar frábær byrjun að vinna í London," sagði Mancini en leikur Tottenham og Manchester City á White Hart Lane hefst klukkan 11.45 á laugardaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×