Enski boltinn

Didier Drogba var búinn að vera að slæmur í náranum í sex ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Didier Drogba.
Didier Drogba. Mynd/AFP
Didier Drogba hefur viðurkennt að hafa spilað í gegnum nárameiðsli allan sinn feril hjá Chelsea. Drogba er búinn að vera í sex ár á Stamford Bridge og hefur því skorað 129 mörk í 257 leikjum meiddur á nára.

„Vandamálið var kviðsslit. Ég lenti fyrst í þessum meiðslum fyrir sex árum og ég hef verið að glíma við þau í sex ár. Ég gat lítið beitt meir og það var oft mjög erfitt að spila leikina. Nú er ég mjög ánægður því ég er laus við þetta og sloppinn úr prísundinni," sagði Drogba.

Didier Drogba fór loksins í náraðgerð í sumar og hefur lítið tekið þátt í undirbúningstímabilinu þar sem hann er enn að koma sér af stað á nýjan leik.

„Það var svolítið skrítið að spila á móti United verkjalaus því ég þurfti oft að bryðja töflur fyrir leiki í fyrra. Ég var búinn að læra að spila meiddur og nú þarf ég kannski að breyta leik mínum aftur," sagði Drogba.

Drogba lék aðeins í 75 mínútur í undirbúningsleikjum Chelsa en hann hefur komið inn á sem varamaður í síðustu tveimur leikjunum. Það er óhætt að segja að liðið hafi saknað aðal-markaskorara síns því Chelsea kemur inn í fyrsta leik tímabilsins á móti West Bromwich Albion búið að tapa fjórum leikjum í röð.

„Ég er langt frá því að vera kominn í gott form en ég er að leggja mikið á mig eins og allt liðið. Við sýndum það á móti United að við erum ekki tilbúnir og þurfum að bæta okkur strax ef við ætlum að byrja eins vel og í fyrra," sagði Dider Drogba.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×