Enski boltinn

Drogba: Þurfum að bæta okkur mikið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Didier Drogba, framherji Chelsea, viðurkennir fúslega að Chelsea þurfi að bæta sinn leik verulega ætli liðið sér að byrja ensku deildina almennilega.

Chelsea leit ekkert allt of vel út í leiknum gegn Man. Utd um Samfélagsskjöldinn og liðið hefur ekki fundið sig í öðrum undirbúningsleikjum. Chelsea hefur í raun tapað fjórum leikjum í röð.

"Leikurinn gegn United sýndi svo ekki verður um villst að við erum ekki tilbúnir í slaginn. Við þurfum að bæta okkur verulega ef við ætlum að byrja deildina eins vel núna og í fyrra," sagði Drogba.

"Margir leikmenn liðsins hafa aðeins æft í tíu daga. Það er of lítið. Við verðum samt að bæta okkur þó svo tíminn sé lítill og vonandi verðum við betri eftir tvær til þrjár vikur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×