Enski boltinn

Martin O'Neill hættur sem stjóri Aston Villa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin O'Neill.
Martin O'Neill. Mynd/AFP
Martin O'Neill hætti í dag sem stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Aston Villa en engin ástæða var gefin fyrir því að þessi virti stjóri hætti snögglega eftir fjögurra ára starf á Villa Park.

Kevin MacDonald mun taka við stjórastöðunni tímabundið á meðan forráðamenn félagsins finna eftirmann O'Neill sem tók við liði Aston Villa árið 2006. Aston Villa endaði þriðja árið í röð í sjött sæti síðasta vor og liðið fór alla leið í úrslitaleik enska deildarbikarsins.

„Ég hef notið tímans hjá Aston Villa og það er leiðinlegt að yfirgefa svona frábært félag," sagði Martin O'Neill í yfirlýsingu.

„Ég vill nota tækifærið til að þakka öllum leikmönnum Villa, starfsmönnum félagsins og stuðningsmönnum fyrir þann stuðning og þá hvatningu sem þeir hafa gefið mér og félaginu þann tíma sem ég var stjóri. Ég óska þeim öllum alls hins besta í framtíðinni," sagði O'Neill.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×