Enski boltinn

Bob Bradley líklegastur sem næsti stjóri Aston Villa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bob Bradley, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna.
Bob Bradley, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna. Mynd/Getty Images
Bob Bradley, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, gæti verið á leiðinni í ensku úrvalsdeildina en hann þykir nú líklegastur sem næsti stjóri Aston Villa eftir að Martin O'Neill hætti óvænt í gær.

Bob Bradley hefur sjálfur áhuga á því að fara til Evrópu en hann hefur náð góðum árangri með bandaríska landsliðið síðan að hann tók við liðinu af Bruce Arena árið 2006.

„Ég hef sagt það oft og mörgum sinnum að ég hef alltaf áhuga á að takast á við nýjar og öðruvísi áskoranir. Ég myndi elska að fá tækifæri til að þjálfa í Evrópu," sagði Bob Bradley í viðtali við Sky Sports þar sem hann var að undirbúa bandríska landsliðið fyrir vináttuleik við Brasilíumenn.

Randy Lerner, eigandi Aston Villa, er Bandaríkjamaður og eftir erfið samskipti hans og Martin O'Neill, telja breskir miðlar það vera kappsmál hjá honum að ráða nú landa sinn í starfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×