Fótbolti

Létu þjálfarann finna fyrir því eftir tap í æfingaleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn AEK Aþenu.
Stuðningsmenn AEK Aþenu. Mynd/Getty Images
Það er ekki auðvelt að vera þjálfari í grísku deildinni því það er ekki nóg með að menn þurfi að hafa áhyggjur af vera rekinn við minnsta tækifæri þá eiga menn líka í hættu á því að lenda í ósáttum og blóðheitum stuðningsmönnum út á götu.

Serbinn Dusan Bajevic þjálfar AEK Aþenu og lenti einmitt í því að ganga inn í hóp öskureiðra stuðningsmanna liðsins eftir 1-2 tap á móti 2. deildarliði

Kallithea í æfingaleik fyrir tímabilið.

Hinn 61 árs gamali Bajevic var umkringdur af 20 mönnum áður en hann vissi af. Þeir réðust á hann, hrintu honum í jörðina og náðu nokkrum góðum höggum áður en lögreglan kom á vettvang. Bajevic fékk einnig hjálp frá öðrum stuðningsmönnum AEK.

„Þetta er ekkert skrítið því svona hlutir gerast hér. Þetta ljót ímynd af gríska fótboltanum sem við sendum heiminum," sagði Dusan Bajevic í viðtali við blað í heimalandinu en forráðamenn AEK Aþenu hafa tilkynnt að hann verði áfram þjálfari liðsins.

Dusan Bajevic er einn sá sigursælasti í sögu AEK Aþenu liðsins, því hann vann tvo meistaratitla með félaginu sem leikmaður og hefur unnið fjóra sem þjálfari. Hann væri því goðsögn hjá flestum félögum en ekki fórnarlamd fólskulegrar árásar eins og hjá AEK.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×