Enski boltinn

Enska landsliðið datt hraustlega í það eftir lokaleik sinn á HM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

David James, landsliðsmarkvörður Englands, segir að leikmenn enska landsliðsins hafi drekkt sorgum sínum á HM í bókstaflegri merkingu. James segir að menn hafi skrúfað tappa úr mörgum flöskum eftir síðasta leik og drykkjan hafi staðið fram á morgun.

"Það var líka reyktur vindill en ég get fullvissað alla um að enginn var að fagna. Það var enginn kátur og allir voru að líta í eigin barm," sagði James.

"Menn reykja vindla en það hafði ekkert með stöðu mála að gera. Staðreyndin var sú að við áttum ekki flug fyrr en daginn eftir og menn voru að reyna að komast yfir vonbrigðin að vera dottnir úr keppninni. Það var því ekkert rangt við að fá sér í glas, við vorum úr leik.

"Drykkjan stóð yfir í marga klukkutíma og fram á morgun. Menn sátu bara á spjalli um fótbolta. Þetta varð að gerast. Menn töluðu talsvert eftir að hafa fengið sér nokkur vodka-glös. Ég man eftir að hafa litið á Rooney og hann var langt niðri eins og allir hinir. Menn voru niðurbrotnir yfir þessum lélega árangri."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×