Enski boltinn

Capello við Carrick: "Ég hélt að þú værir meiddur" - myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Carrick eftir leikinn.
Carrick eftir leikinn.

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, virðist hreinlega hafa sagt ósatt er hann kom því í fjölmiðla að Michael Carrick væri meiddur og yrði frá næstu tvær vikurnar.

Fyrir vikið var hann ekki valinn í enska landsliðið fyrir leik liðsins í vikunni.

Carrick birtist síðan öllum að óvörum í byrjunarliði United gegn Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöldinn.

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, var á vellinum og það var frekar vandræðalegt þegar Carrick varð að labba fram hjá honum til þess að taka við verðlaunum sínum.

Þá sést Capello segja við Carrick: "Ég hélt að þú værir meiddur." Hann fylgir því svo eftir með því að segja að það hefði verið gott að fá símtal um að leikmaðurinn væri ekkert meiddur.

Ferguson reyndi að verja sig eftir leikinn með frekar vafasömum hætti. Hann sagðist hafa verið fullviss um að Carrick væri meiddur en svo hefði hann mætt og verið í fínu lagi.

Myndband af því þegar Carrick og Capello mætast má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×