Fleiri fréttir

Wigan fær efnilegan Íra

Enska úrvalsdeildarliðið Wigan hefur keypt miðjumanninn James McCarthy frá Hamilton í Skotlandi. Þessi 18 ára strákur fékk einnig samningstilboð frá Wolves en hafnaði því.

Pálmi og þrír aðrir sömdu við Snæfell

Pálmi Freyr Sigurgeirsson hefur yfirgefið herbúðir Íslandsmeistara KR eftir fjögur ár í Vesturbænum. Hann heldur á kunnuglegar slóðir og hefur samið við Snæfell í Stykkishólmi en hann lék með liðinu um síðustu aldamót.

Bretar í sjokki vegna kappakstursslyss

Breskir áhugamenn um kappakstur og ökumenn í ýmsum mótaröðum í kappakstri Í Bretlandi eru í sjokki vegna dauðaslyss Henry Surtees á sunnudaginn. Hann lést eftir að dekk úr öðrum bíl sem keyrði á vegg lenti í höfði hans í miðri keppni.

Auðun: Ánægður með að fá stig

Auðun Helgason átti flottann leik í vörn Frammara og var nokkuð ánægður með leik sinna manna í kvöld. „Ég er mjög ánægður með að fá stig út úr þessum leik, heði að sjálfsögðu viljað taka þrjú en ánægður með að taka eitt stig.“

Umfjöllun: Þróttur burstaði Blika

Það urðu óvænt úrslit í Pepsi-deild karla í kvöld þegar Þróttur rúllaði yfir Breiðablik 4-0. Með sigrinum lyfti Þróttur sér úr botnsætinu en liðið barðist gríðarlega vel í kvöld og leikaðferð liðsins heppnaðist fullkomlega.

Wenger: Munum fylgjast áfram með Chamakh

Knattspyrnustjórinn Arsene Wenger hjá Arsenal viðurkennir að félagið sé að fylgjast náið með gangi mála hjá framherjanum Marouane Chamakh hjá Frakklandsmeisturum Bordeaux en vill ekki staðfesta hvort kauptilboð hafi verið lagt fram í leikmanninn.

Bruce vongóður um að fá Crouch

Framherjinn Peter Crouch mun líklega ákveða sig á næsta sólarhring hvort hann fari frá Portsmouth til Sunderland eftir að félögin komust að samkomulagi um 12 milljón punda kaupverð.

Kári Árnason búinn að semja við Plymouth

Miðjumaðurinn Kári Árnason hefur skrifað undir eins árs samning við enska B-deildarliðið Plymouth. Kári var til reynslu hjá liðinu á dögunum og heillaði þjálfara liðsins.

Nani: Ég ætla að skora meira

Portúgalski kantmaðurinn Nani hjá Manchester United segist vera bjartsýnn á að geta unnið sér inn fast sæti í liði Englandsmeistarana. Hann telur sig geta bætt við markaskorun sína.

Ingvar Kale enn meiddur - Sigmar í markinu

Sigmar Ingi Sigurðsson mun verja mark Breiðabliks í kvöld þegar liðið heimsækir Þrótt í Pepsi-deildinni en Fótbolti.net greinir frá þessu. Ingvar Kale meiddist í sigurleiknum gegn Grindavík á dögunum og er ekki klár í slaginn.

Michael Owen aftur á skotskónum

Manchester United lék í dag annan leik sinn í æfingaferðinni í Asíu. Aftur lék liðið gegn úrvalsliði frá Malasíu en vann að þessu sinni 2-0 sigur.

Kristinn Björgúlfsson til Þýskalands

Handknattleiksmaðurinn Kristinn Björgúlfsson er á leið til Þýskalands þar sem hann mun skrifa undir samning við 3. deildarliðið Rimpar. Á síðasta tímabili lék hann með norska liðinu Runar.

Líklega síðasti leikur Jónasar Guðna fyrir KR á fimmtudag

Jónas Guðni Sævarsson, fyrirliði KR, er að öllum líkindum á leið til sænska liðsins Halmstad sem fylgst hefur náið með honum í nokkurn tíma. Jónas segist reikna með að búið verði að ganga frá málum fyrir kvöldmat.

Verstu leikmannakaup Ferguson

Fáir knattspyrnustjórar eru snjallari á leikmannamarkaðnum en Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United. En frá því að hann tók við stjórnartaumunum hjá Rauðu djöflunum hefur hann misstigið sig og fengið leikmenn sem engan veginn hafa staðið undir væntingum.

Bellamy óttast ekki samkeppnina

Craig Bellamy, sóknarmaður Manchester City, segist hlakka til samkeppninnar um sæti í sóknarlínu liðsins. Knattspyrnustjórinn Mark Hughes hefur verslað Carlos Tevez, Roque Santa Cruz og Emmanuel Adebayor í sumar.

Bruno Alves ekki á förum

Pinto da Costa, forseti Porto, segir að miðvörðurinn Bruno Alves sé ekki til sölu og verði áfram hjá félaginu. Leikmaðurinn hefur verið orðaður við stórliðin Chelsea og Barcelona.

Suður-Kóreumaður í viðræðum við Bolton

Lee Chung-yong, landsliðsmaður frá Suður-Kóreu, er á leið til Englands í viðræður við Bolton Wanderes. Þessi 21. árs leikmaður er sem stendur hjá FC Seoul í heimalandinu.

Douglas Costa eftirsóttur - Man Utd áhugasamt

Manchester United er meðal liða sem hefur áhuga á brasilíska U21 landsliðsmanninum Douglas Costa. Chelsea hefur einnig áhuga ásamt spænsku liðunum Real Madrid og Villareal.

Atli: Má búast við að Arnar byrji í kvöld

Þrír leikir verða í Pepsi-deild karla í kvöld. Þar á meðal er viðureign Vals og Fylkis á Hlíðarenda. Fylkir er í fjórða sæti og Valur er stigi á eftir. Atli Eðvaldsson, þjálfari Vals, býst við erfiðum leik.

Keane: Ronaldo var ódýr

„Ef félög eru til í að borga þessar upphæðir fyrir leikmenn þá er mér sama. Miðað við aðra leikmenn tel ég 80 milljónir punda fyrir Cristiano Ronaldo vera kjarakaup," segir Roy Keane, knattspyrnustjóri Ipswich, spurðir út í risakaup sumarsins í Evrópuboltanum.

Wenger óttaðist um feril Rosicky

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, viðurkennir að hafa á vissum tímapunkti óttast að ferill Tomas Rosicky gæti verið á enda. Þetta sagði hann eftir að Rosicky lék annan hálfleikinn í æfingaleik gegn Barnet um helgina.

Vatanen ósáttur við forseta FIA

Finninn Ari Vatnane sem býður sig fram til forseta FIA í október er ósáttur við framgöngu Max Mosley forseta FIA í síðustu viku. Þá sendi Mosley bréf frá sér til aðildarfélaga FIA og lýsti yfir stuðningi við Jean Todt, sem einnig ætlar að bjóða sig fram til forseta.

Inter tapaði í vítaspyrnukeppni

Ítalíumeistarar Inter töpuðu í gærkvöldi fyrir mexíkóska liðinu CF América á æfingamóti sem stendur yfir í Bandaríkjunum. Staðan var jöfn 1-1 eftir venjulegan leiktíma en América vann í vítaspyrnukeppni 5-4.

Beckham fékk að heyra það gegn AC Milan

Hópur stuðningsmanna bandaríska liðsins LA Galaxy púuðu á fyrirliða sinn, David Beckham, þegar liðið lék æfingaleik gegn AC Milan í gær. 27 þúsund manns voru á leiknum en Beckham lagði upp bæði mörk Galaxy í 2-2 jafntefli.

Yao Ming ekkert með næsta tímabil

Yao Ming, leikmaður Houston Rocket, er á leið í aðgerð vegna ristarbrotsins sem hann hlaut í rimmunni gegn Los Angeles Lakers. Meðferð sem hann hefur undirgengst í sumar hefur ekki virkað.

Þróttarar bæta við sig

Þróttarar sem verma botnsæti Pepsi-deildarinnar hafa fengið tvo serbneska leikmenn úr röðum Njarðvíkinga. Það eru varnarmaðurinn Dusan Ivkovic og miðjumaðurinn Milos Tanasic.

Umfjöllun: Jafntefli hjá ÍBV og Fram í Eyjum

Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru eins og þær gerast bestar í Vestmannaeyjum í kvöld þegar Fram kom í heimsókn á Hásteinsvöllinn. Bæði lið börðust til síðasta blóðdropa í þessum leik sem endaði með 1-1 jafntefli.

Þróttarar unnu stórsigur gegn Blikum

Þróttarar komust úr botnsæti Pepsi-deildar karla með glæsilegum 4-0 sigri gegn Breiðabliki á Valbjarnarvelli í kvöld en staðan var 2-0 í hálfleik.

Vill byggja framtíðarvöll Barcelona á eyju fyrir utan borgina

Katólónískur arkitekt hefur djarfan draum um hvar Barcelona á að spila í framtíðinni. Hann vill byggja nýjan 150 þúsund manna leikvang á manngerðri eyju fyrir utan Barcelona-borg. Arkitektinn heitir Emili Vidal og hann vill með þessu hanna fótboltaleikvang framtíðarinnar.

Lampard veit ekki hvort John Terry verði áfram hjá Chelsea

Frank Lampard hefur ýtt undir óvissuna í kringum framtíð fyrirliða síns hjá Chelsea, John Terry, með því að segjast ekki vita hvort Terry verði áfram hjá Lundúnafélaginu. Terry hefur verið orðaður við Manchester City sem ætlar að bjóða 35 milljónir punda í enska miðvörðinn.

Bjarni: Getum sjálfum okkur um kennt

Þjálfarinn Bjarni Jóhannsson hjá Stjörnunni var eðlilega óhress með að tapa leiknum í kvöld eftir að hafa leitt 0-1 í hálfleik og átt hættulegri marktækifæri framan af leik en Grindavík.

Umfjöllun: KR vann Fjölni eftir að hafa lent undir

KR-ingar minnkuðu forystu FH í deildinni niður í tíu stig þegar þeir sóttu sigur í Grafarvoginn gegn Fjölni. Líkt og þegar liðin áttust við í fyrri umferðinni unnu KR-ingar eftir að hafa lent undir.

Guðmundur Reynir: Stigin sem skipta máli

„Það er náttúrulega alltaf frábær tilfinning að spila fyrir KR," sagði Guðmundur Reynir Gunnarsson sem lék í kvöld sinn fyrsta deildarleik fyrir Vesturbæjarliðið þegar það vann 2-1 útisigur gegn Fjölni.

Ásmundur: Hefði getað dottið okkar megin

KR vann útisigur á Fjölni í kvöld 2-1. KR-ingar skoruðu sigurmarkið í seinni hálfleiknum en Fjölnismenn höfðu verið líklegri í hálfleiknum fram að því.

Sonur frægs ökumanns fórst í kappakstri

Sviplegt slys varð í Formúlu 2 keppni í Bretlandi í dag, þegar sonur frægs ökumanns lést í keppni. Henry Surtees, 18 ára sonur John Surtees lést eftir að hjól af öðrum bíl skall í höfði hans og hann rotaðist. Bíll hans endasentist á vegg og hann lést af sárum sínum á spítala.

Sjá næstu 50 fréttir