Enski boltinn

Wenger óttaðist um feril Rosicky

Elvar Geir Magnússon skrifar
Rosicky er 28 ára.
Rosicky er 28 ára.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, viðurkennir að hafa á vissum tímapunkti óttast að ferill Tomas Rosicky gæti verið á enda. Þetta sagði hann eftir að Rosicky lék annan hálfleikinn í æfingaleik gegn Barnet um helgina.

Leikurinn um helgina var sá fyrsti sem Rosicky spilar í átján mánuði en þessi tékkneski leikmaður hefur gengið í gegnum erfið meiðsli.

„Rosicky hefur alltaf lifað eins og sannur íþróttamaður og verið góð fyrirmynd innan og utan vallarins. Það hefur hjálpað honum mikið að komast í gegnum þetta," segir Wenger sem býst við Rosicky aftur í sitt besta form í vetur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×