Enski boltinn

Bruce vongóður um að fá Crouch

Ómar Þorgeirsson skrifar
Peter Crouch.
Peter Crouch. Nordic photos/AFP

Framherjinn Peter Crouch mun líklega ákveða sig á næsta sólarhring hvort hann fari frá Portsmouth til Sunderland eftir að félögin komust að samkomulagi um 12 milljón punda kaupverð.

Talið er að Fulham og Tottenham hafi einnig mikinn áhuga á enska landsliðsframherjanum og ekki útilokað að þau leggi fram samsvarandi kauptilboð.

Knattspyrnustjórinn Steve Bruce hjá Sunderland er þó vongóður um að fá Crouch í herbúðir síns félags.

„Ég er sannfærður um að hann myndi blómstra hjá okkur en ég ætla ekkert að þrýsta á hann. Þetta er ákvörðun sem hann sjálfur þarf að taka. Vonandi skýrast málin á næsta sólarhring eða svo," segir Bruce.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×