Enski boltinn

Wigan fær efnilegan Íra

Elvar Geir Magnússon skrifar
James McCarthy í leik með Hamilton.
James McCarthy í leik með Hamilton.

Enska úrvalsdeildarliðið Wigan hefur keypt miðjumanninn James McCarthy frá Hamilton í Skotlandi. Þessi 18 ára strákur fékk einnig samningstilboð frá Wolves en hafnaði því.

McCarthy var valinn efnilegasti leikmaður skosku deildarinnar á síðasta tímabili og fjölmörg ensk lið höfðu áhuga á honum. Liverpool reyndi að fá hann 2007 og þá var hann einnig orðaður við Chelsea, Portsmouth og Glasgow Celtic.

McCarthy er U21 landsliðsmaður Írlands og er fjórði leikmaðurinn sem Wigan klófestir í sumar. Áður hafði félagið fengið miðjumanninnina Hendry Thomas og Jordi Gomez og þá keypti liðið á laugardag sóknarmanninn Jason Scotland frá Swansea.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×