Handbolti

Kristinn Björgúlfsson til Þýskalands

Elvar Geir Magnússon skrifar
Kristinn Björgúlfsson.
Kristinn Björgúlfsson.

Handknattleiksmaðurinn Kristinn Björgúlfsson er á leið til Þýskalands þar sem hann mun skrifa undir samning við 3. deildarliðið Rimpar. Á síðasta tímabili lék hann með norska liðinu Runar.

„Það vilja allir handboltamenn spila í Þýskalandi og ég hlakka til þó ég sé ekki að fara í Kiel. Það er ekki gaman að vera í þessu ef maður er bara í frystikistunni eins og ég var eftir áramót í fyrra," sagði Kristinn við Vísi.

„Maður vill spila um 60 mínútur í leik. Ég fór að skoða aðstæður þarna og eftir það var ekkert annað í stöðunni en að segja já og amen við þessu. Það höfðu verið viðræður við annað þýskt félag í gangi en svo kom þetta í kjölfarið á því bara."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×