Enski boltinn

Bellamy óttast ekki samkeppnina

Elvar Geir Magnússon skrifar
Craig Bellamy, leikmaður City.
Craig Bellamy, leikmaður City.

Craig Bellamy, sóknarmaður Manchester City, segist hlakka til samkeppninnar um sæti í sóknarlínu liðsins. Knattspyrnustjórinn Mark Hughes hefur verslað Carlos Tevez, Roque Santa Cruz og Emmanuel Adebayor í sumar.

„Þegar ég kom til City gerði ég ráð fyrir því að stór nöfn yrðu keypt. Ég vissi að það yrði grimm samkeppni um sæti í liðinu. Þetta er mitt síðasta tækifæri til að gera almennilega hluti á mínum ferli og ég er ákveðinn í að ná því," sagði Bellamy.

Orðrómur var uppi um að Bellamy gæti farið frá liðinu eftir þetta kaupæði City í sumar en það er hálft ár síðan hann gekk til liðs við félagið frá West Ham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×