Íslenski boltinn

Bjarni: Getum sjálfum okkur um kennt

Ómar Þorgeirsson skrifar
Bjarni Jóhannsson.
Bjarni Jóhannsson. Mynd/Vilhelm

Þjálfarinn Bjarni Jóhannsson hjá Stjörnunni var eðlilega óhress með að tapa leiknum í kvöld eftir að hafa leitt 0-1 í hálfleik og átt hættulegri marktækifæri framan af leik en Grindavík.

„Við komum vel inn í leikinn og vorum ferskir til þess að byrja með en náðum ekki að skora seinna markið til þess að slá þá út af laginu. Ef annað markið hefði komið er ég viss um að málin hefðu þróast öðruvísi en þau gerðu og við getum sjálfum okkur um kennt að hafa ekki náð að pota honum aftur inn í fyrri hálfleik," segir Bjarni.

„Seinni hálfleikurinn var mjög dapur af okkar hálfu. Við mættum þeim ekki í bardaganum og vorum alltof sókndjarfir í stað þess að vera agaðri til baka og það varð okkur að falli," segir Bjarni vonsvikinn.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×