Íslenski boltinn

Ólafur Þórðarson: Stoltur að þjálfa þessa drengi

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Ólafur Þórðarson var sáttur í leikslok.
Ólafur Þórðarson var sáttur í leikslok. Mynd/Valli
Ólafur Þórðarson þjálfari Fylkis var að vonum sáttur eftir að sigurinn á Val í kvöld fleytti Fylki í þriðja sæti deildarinnar.

"Þetta var frábær vinnusigur og var baráttunnar virði. Strákarnir sýndu gríðarlegan karakter og ég er virkilega stoltur að vera þjálfa þessa drengi. Þeir áttu þrjú skot sem Fjalar varði mjög vel á sama tíma og við klikkum á okkar færum."

"Ég hefði viljað fá víti í lokin þegar Kjartan Andri var tekinn niður. Það fer um menn þegar þetta gerist því það er svo oft að mönnum er refsað fyrir að nýta ekki færin í fótbolta," en Fylkismenn fengu dauðafæri til að klára leikinn á fyrstu af fimm mínútum viðbótartíma.

"Við vorum grimmir og ákveðnir og þeir fengu ekki mörg færi. Við nýttum okkur okkar færi og það var munurinn. Eins og ég hef sagt í allt sumar þá kemur gengi okkar okkur ekki á óvart. Við spiluðum vel á undirbúningstímabilinu þetta er framhald af því," sagði Ólafur að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×