Íslenski boltinn

Umfjöllun: Þróttur burstaði Blika

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sindri Snær Jensson, markvörður Þróttar, hélt hreinu í kvöld.
Sindri Snær Jensson, markvörður Þróttar, hélt hreinu í kvöld.

Það urðu óvænt úrslit í Pepsi-deild karla í kvöld þegar Þróttur rúllaði yfir Breiðablik 4-0. Með sigrinum lyfti Þróttur sér úr botnsætinu en liðið barðist gríðarlega vel í kvöld og leikaðferð liðsins heppnaðist fullkomlega.

Dusan Ivkovic byrjaði í hjarta varnar Þróttar þrátt fyrir að hafa aðeins mætt á eina æfingu með liðinu. Hann átti feykilega góðan leik. Þá var Sam Malson einnig í byrjunarliðinu og var sprækur. Guðmundur Pétursson byrjaði á varamannabekknum hjá Breiðabliki en kom inn um leið og Þróttur skoraði þriðja markið.

Blikar byrjuðu leikinn betur en Þróttarar náðu hinsvegar forystunni á 18. mínútu. Dennis Danry skoraði þá með skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu Magnúsar Más Lúðvíkssonar. Sigmar Ingi Sigurðarson, markvörður Breiðabliks, var frosinn á línunni en hann stóð milli stanganna í fjarveru Ingvars Kale sem er meiddur.

Kópavogsliðið fékk góð færi til að jafna metin. Arnar Grétarsson misnotaði dauðafæri en Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttar, bjargaði á línu. Þá skallaði varnarmaðurinn Elfar Freyr Helgason í slá eftir aukaspyrnu Arnars.

En eftir það voru Þróttarar beittari í sínum aðgerðum. Sam Malson átti hörkuskot í hliðarnetið áður en Haukur Páll Sigurðsson náði að skora. Það mark skrifast þó algjörlega í Sigmar í Blikamarkinu en hann gerði herfileg mistök þegar hann missti boltann og Haukur skoraði í autt markið.

Staðan 2-0 í hálfleik. Þróttarar skoruðu svo þriðja markið úr sinni fyrstu sókn í seinni háfleik en það gerði Morten Smidt úr þremur þröngu færi. Hann var síðan óheppinn að bæta ekki við öðru marki strax í næstu sókn á eftir en skaut þá í stöng.

Haukur Páll átti frábæran leik fyrir Þrótt og bætti við fjórða marki Þróttar á 74. mínútu með laglegu skoti eftir glæsilegan undirbúning Rafns Andra Haraldssonar. Rafn var besti maður vallarins, barðist vel og átti stórhættulegar sendingar.

Þróttur - Breiðablik 4-0

1-0 Dennis Danry (18.)

2-0 Haukur Páll Sigurðsson (34.)

3-0 Morten Smidt (55.)

4-0 Haukur Páll Sigurðsson (74.)

Skot (á mark): 13-12 (9-5)

Varin skot: Sindri 4 - Sigmar 4

Horn: 3-10

Rangstöður: 3-3

Aukaspyrnur fengnar: 8-11

Valbjarnarvöllur. Áhorfendur: Um 1.000.

Dómari: Kristinn Jakobsson (8)

Þróttur 4-5-1

Sindri Snær Jensson 7

Jón Ragnar Jónsson 7

Dusan Ivkovic 7

Dennis Danry 8

Kristján Ómar Björnsson 6

Hallur Hallsson 7

Magnús Már Lúðvíksson 6

(80. Oddur Ingi Guðmundsson -)

Rafn Andri Haraldsson 8* - Maður leiksins

Sam Malson 6

(70. Andrés Vilhjálmsson 6)

Haukur Páll Sigurðsson 8

Morten Smidt 7

(80. Oddur Björnsson -)

Breiðablik 4-3-3

Sigmar Ingi Sigurðarson 3

Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5

Kári Ársælsson 3

(57. Guðmundur Pétursson 6)

Elfar Freyr Helgason 4

Kristinn Jónsson 4

Andri Yeoman 5

Finnur Orri Margeirsson 3

Arnar Grétarsson 5

Olgeir Sigurgeirsson 5

Kristinn Steindórsson 5

(82. Guðmann Þórisson -)

Alfreð Finnbogason 3

(68. Guðmundur Kristjánsson 6)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×