Umfjöllun: Þróttur burstaði Blika Elvar Geir Magnússon skrifar 20. júlí 2009 22:05 Sindri Snær Jensson, markvörður Þróttar, hélt hreinu í kvöld. Það urðu óvænt úrslit í Pepsi-deild karla í kvöld þegar Þróttur rúllaði yfir Breiðablik 4-0. Með sigrinum lyfti Þróttur sér úr botnsætinu en liðið barðist gríðarlega vel í kvöld og leikaðferð liðsins heppnaðist fullkomlega. Dusan Ivkovic byrjaði í hjarta varnar Þróttar þrátt fyrir að hafa aðeins mætt á eina æfingu með liðinu. Hann átti feykilega góðan leik. Þá var Sam Malson einnig í byrjunarliðinu og var sprækur. Guðmundur Pétursson byrjaði á varamannabekknum hjá Breiðabliki en kom inn um leið og Þróttur skoraði þriðja markið. Blikar byrjuðu leikinn betur en Þróttarar náðu hinsvegar forystunni á 18. mínútu. Dennis Danry skoraði þá með skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu Magnúsar Más Lúðvíkssonar. Sigmar Ingi Sigurðarson, markvörður Breiðabliks, var frosinn á línunni en hann stóð milli stanganna í fjarveru Ingvars Kale sem er meiddur. Kópavogsliðið fékk góð færi til að jafna metin. Arnar Grétarsson misnotaði dauðafæri en Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttar, bjargaði á línu. Þá skallaði varnarmaðurinn Elfar Freyr Helgason í slá eftir aukaspyrnu Arnars. En eftir það voru Þróttarar beittari í sínum aðgerðum. Sam Malson átti hörkuskot í hliðarnetið áður en Haukur Páll Sigurðsson náði að skora. Það mark skrifast þó algjörlega í Sigmar í Blikamarkinu en hann gerði herfileg mistök þegar hann missti boltann og Haukur skoraði í autt markið. Staðan 2-0 í hálfleik. Þróttarar skoruðu svo þriðja markið úr sinni fyrstu sókn í seinni háfleik en það gerði Morten Smidt úr þremur þröngu færi. Hann var síðan óheppinn að bæta ekki við öðru marki strax í næstu sókn á eftir en skaut þá í stöng. Haukur Páll átti frábæran leik fyrir Þrótt og bætti við fjórða marki Þróttar á 74. mínútu með laglegu skoti eftir glæsilegan undirbúning Rafns Andra Haraldssonar. Rafn var besti maður vallarins, barðist vel og átti stórhættulegar sendingar.Þróttur - Breiðablik 4-0 1-0 Dennis Danry (18.) 2-0 Haukur Páll Sigurðsson (34.) 3-0 Morten Smidt (55.) 4-0 Haukur Páll Sigurðsson (74.) Skot (á mark): 13-12 (9-5) Varin skot: Sindri 4 - Sigmar 4 Horn: 3-10 Rangstöður: 3-3 Aukaspyrnur fengnar: 8-11 Valbjarnarvöllur. Áhorfendur: Um 1.000. Dómari: Kristinn Jakobsson (8) Þróttur 4-5-1 Sindri Snær Jensson 7 Jón Ragnar Jónsson 7 Dusan Ivkovic 7 Dennis Danry 8 Kristján Ómar Björnsson 6 Hallur Hallsson 7 Magnús Már Lúðvíksson 6 (80. Oddur Ingi Guðmundsson -) Rafn Andri Haraldsson 8* - Maður leiksinsSam Malson 6 (70. Andrés Vilhjálmsson 6) Haukur Páll Sigurðsson 8 Morten Smidt 7 (80. Oddur Björnsson -)Breiðablik 4-3-3 Sigmar Ingi Sigurðarson 3 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5 Kári Ársælsson 3 (57. Guðmundur Pétursson 6) Elfar Freyr Helgason 4 Kristinn Jónsson 4 Andri Yeoman 5 Finnur Orri Margeirsson 3 Arnar Grétarsson 5 Olgeir Sigurgeirsson 5 Kristinn Steindórsson 5 (82. Guðmann Þórisson -) Alfreð Finnbogason 3 (68. Guðmundur Kristjánsson 6) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira
Það urðu óvænt úrslit í Pepsi-deild karla í kvöld þegar Þróttur rúllaði yfir Breiðablik 4-0. Með sigrinum lyfti Þróttur sér úr botnsætinu en liðið barðist gríðarlega vel í kvöld og leikaðferð liðsins heppnaðist fullkomlega. Dusan Ivkovic byrjaði í hjarta varnar Þróttar þrátt fyrir að hafa aðeins mætt á eina æfingu með liðinu. Hann átti feykilega góðan leik. Þá var Sam Malson einnig í byrjunarliðinu og var sprækur. Guðmundur Pétursson byrjaði á varamannabekknum hjá Breiðabliki en kom inn um leið og Þróttur skoraði þriðja markið. Blikar byrjuðu leikinn betur en Þróttarar náðu hinsvegar forystunni á 18. mínútu. Dennis Danry skoraði þá með skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu Magnúsar Más Lúðvíkssonar. Sigmar Ingi Sigurðarson, markvörður Breiðabliks, var frosinn á línunni en hann stóð milli stanganna í fjarveru Ingvars Kale sem er meiddur. Kópavogsliðið fékk góð færi til að jafna metin. Arnar Grétarsson misnotaði dauðafæri en Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttar, bjargaði á línu. Þá skallaði varnarmaðurinn Elfar Freyr Helgason í slá eftir aukaspyrnu Arnars. En eftir það voru Þróttarar beittari í sínum aðgerðum. Sam Malson átti hörkuskot í hliðarnetið áður en Haukur Páll Sigurðsson náði að skora. Það mark skrifast þó algjörlega í Sigmar í Blikamarkinu en hann gerði herfileg mistök þegar hann missti boltann og Haukur skoraði í autt markið. Staðan 2-0 í hálfleik. Þróttarar skoruðu svo þriðja markið úr sinni fyrstu sókn í seinni háfleik en það gerði Morten Smidt úr þremur þröngu færi. Hann var síðan óheppinn að bæta ekki við öðru marki strax í næstu sókn á eftir en skaut þá í stöng. Haukur Páll átti frábæran leik fyrir Þrótt og bætti við fjórða marki Þróttar á 74. mínútu með laglegu skoti eftir glæsilegan undirbúning Rafns Andra Haraldssonar. Rafn var besti maður vallarins, barðist vel og átti stórhættulegar sendingar.Þróttur - Breiðablik 4-0 1-0 Dennis Danry (18.) 2-0 Haukur Páll Sigurðsson (34.) 3-0 Morten Smidt (55.) 4-0 Haukur Páll Sigurðsson (74.) Skot (á mark): 13-12 (9-5) Varin skot: Sindri 4 - Sigmar 4 Horn: 3-10 Rangstöður: 3-3 Aukaspyrnur fengnar: 8-11 Valbjarnarvöllur. Áhorfendur: Um 1.000. Dómari: Kristinn Jakobsson (8) Þróttur 4-5-1 Sindri Snær Jensson 7 Jón Ragnar Jónsson 7 Dusan Ivkovic 7 Dennis Danry 8 Kristján Ómar Björnsson 6 Hallur Hallsson 7 Magnús Már Lúðvíksson 6 (80. Oddur Ingi Guðmundsson -) Rafn Andri Haraldsson 8* - Maður leiksinsSam Malson 6 (70. Andrés Vilhjálmsson 6) Haukur Páll Sigurðsson 8 Morten Smidt 7 (80. Oddur Björnsson -)Breiðablik 4-3-3 Sigmar Ingi Sigurðarson 3 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5 Kári Ársælsson 3 (57. Guðmundur Pétursson 6) Elfar Freyr Helgason 4 Kristinn Jónsson 4 Andri Yeoman 5 Finnur Orri Margeirsson 3 Arnar Grétarsson 5 Olgeir Sigurgeirsson 5 Kristinn Steindórsson 5 (82. Guðmann Þórisson -) Alfreð Finnbogason 3 (68. Guðmundur Kristjánsson 6)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira