Enski boltinn

Wenger: Munum fylgjast áfram með Chamakh

Ómar Þorgeirsson skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger. Nordic phtotos/AFP

Knattspyrnustjórinn Arsene Wenger hjá Arsenal viðurkennir að félagið sé að fylgjast náið með gangi mála hjá framherjanum Marouane Chamakh hjá Frakklandsmeisturum Bordeaux en vill ekki staðfesta hvort kauptilboð hafi verið lagt fram í leikmanninn.

Við höfum verið að fylgjast með Chamakh og munum gera það áfram. Ef við kaupum okkur nýjan framherja þá er hann einn af þeim leikmönnum sem gætu komið til greina," segir Wenger í viðtali á opinberri heimasíðu Arsenal.

Fastlega er búist við því að Arsenal kaupi nýjan framherja eftir söluna á Emmanuel Adebayor til Manchester City og því verður að teljast líklegt að hinn 25 ára gamli Chamakh komi þar til greina hjá Lundúnafélaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×