Enski boltinn

Nani: Ég ætla að skora meira

Elvar Geir Magnússon skrifar
Nani með Cristiano Ronaldo.
Nani með Cristiano Ronaldo.

Portúgalski kantmaðurinn Nani hjá Manchester United segist vera bjartsýnn á að geta unnið sér inn fast sæti í liði Englandsmeistarana. Hann telur sig geta bætt við markaskorun sína.

Nani skoraði aðeins eitt mark í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og það var síðasta markið í 4-0 sigri á West Bromwich Albion.

Á laugardag skoraði hann eitt marka United í 3-2 sigri á úrvalsliði Malasíu í æfingaleik. „Það var gaman að skora og ég vonast til að gera meira af því. Ég er ákveðinn í að gera betur á komandi tímabili en ég hef gert síðustu tvö tímabil," sagði Nani.

„Mér líður mjög vel hjá félaginu. Nú hef ég það markmið að fara að skora meira. Ég veit að ef ég legg hart að mér á æfingum alla daga þá get ég gert mun betur en ég hef gert," sagði Nani sem var í algjöru aukahlutverki hjá United síðasta vetur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×