Íslenski boltinn

Þróttarar unnu stórsigur gegn Blikum

Þróttarinn Dennis Danry í leik á móti Fram.
Þróttarinn Dennis Danry í leik á móti Fram. Mynd/Valli

Þróttarar komust úr botnsæti Pepsi-deildar karla með glæsilegum 4-0 sigri gegn Breiðabliki á Valbjarnarvelli í kvöld en staðan var 2-0 í hálfleik.

Dennis Danry skoraði fyrsta markið á 18. mínútu og Haukur Páll Sigurðsson bætti við öðru marki á 34. mínútu.

Morten Smidt skoraði þriðja markið á 55. mínútu og Haukur Páll innsiglaði svo sigurinn með fjórða markinu og sínu öðru marki í leiknum á 74. mínútu.

Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leik Þróttar og Breiðabliks í 12. umferð Pepsi-deildar karla.

Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Þróttur - Breiðablik

Það er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×