Íslenski boltinn

Guðmundur Reynir: Stigin sem skipta máli

Elvar Geir Magnússon skrifar

„Það er náttúrulega alltaf frábær tilfinning að spila fyrir KR," sagði Guðmundur Reynir Gunnarsson sem lék í kvöld sinn fyrsta deildarleik fyrir Vesturbæjarliðið síðan hann kom frá GAIS þegar liðið vann 2-1 útisigur gegn Fjölni.

„Við byrjuðum leikinn mun betur en í enda fyrri hálfleiks og byrjun seinni hálfleiks datt þetta niður. En við náðum þessum þremur stigum og það eru þau sem skipta máli þegar upp er staðið."

Guðmundur lék á kantinum. „Já þetta er náttúrulega mín uppáhalds staða. Ég er mjög sáttur við að hafa fengið að spila hana," sagði Guðmundur Reynir.

En hvert er markmið KR fyrir lokakafla mótsins? „FH-ingar eru náttúrulega komnir ansi langt á undan okkur en við reynum meðan tölfræðilegur möguleiki er til staðar. Annars er það barátta um annað sætið," sagði Guðmundur Reynir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×