Íslenski boltinn

Gunnar: Loksins féllu hlutirnir með okkur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gunnar Oddsson.
Gunnar Oddsson.

Þróttur vann óvæntan og glæsilegan sigur á Breiðabliki í gær 4-0. Með sigrinum komst Þróttaraliðið úr botnsæti Pepsi-deildarinnar.

„Það var kominn tími til að við myndum lifna við hérna á heimavelli. Loksins voru hlutirnir að falla með okkur," sagði Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar.

„Blikarnir fengu dauðafæri sem Sindri varði vel og áttu svo skalla í slá í fyrri hálfleik en eftir það voru þeir ekkert að skapa sér neitt og við miklu líklegri."

„Baráttan er stór hluti af fótbolta og ef allir eru að leggja sig fram þá getum við staðið í flestum liðum í deildinni," sagði Gunnar en Þróttarar tefldu fram tveimur nýjum leikmönnum í byrjunarliði sínu.

Varnarmaðurinn Dusan Ivkovic var mjög sterkur og Sam Malson sprækur. „Dusan þekkti varla nöfnin á leikmönnum enda bara búinn að mæta á eina æfingu fyrir leikinn en stóð sig mjög vel, svo var Sam frískur," sagði Gunnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×