Umfjöllun: Jafntefli hjá ÍBV og Fram í Eyjum Ellert Scheving skrifar 20. júlí 2009 00:01 Andrew Mwesigwa átti góðan leik gegn Fram í gær. Mynd/Daníel Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru eins og þær gerast bestar í Vestmannaeyjum í kvöld þegar Fram kom í heimsókn á Hásteinsvöllinn. Bæði lið börðust til síðasta blóðdropa í þessum leik sem endaði með 1-1 jafntefli. Leikurinn byrjaði af miklum krafti og var fyrri hálfleikur leiksins afar skemmtilegur og mörg færi litu dagsins ljós. Það voru hins vegar Eyjamenn sem náðu forystunni á 29. mínútu með frábæru marki frá Ajay Leicht Smith. Ajay vann boltann rétt fyrir framan miðju á vallarhelming Frammara, skaust fram úr tveimur varnarmönnun, skeiðaði inn í teig þar sem hann lék á Kristján Hauksson og renndi boltanum fallega framhjá Hannesi í fjærhorniði. Glæsilegt einstaklingsframtak. Eftir markið efldust leikmenn Fram til muna, sóttu stíft og sköpuðu sér nokkur góð færi en engin afgerandi dauðafæri þangað til að Eyjamenn gerðu sig seka um hræðileg mistök í vörninni. Á 41.mínútu fékk Kristján Hauksson boltann út á kanti við miðju vallarins, Kristján sendi háan bolta viðstöðulaust að teignum. Elías Fannar Stefnisson hleypur út úr markinu alveg að vítateigslínunni til að hirða boltann en misreiknar hlaupið illa. Ívar Björnsson nýtt sér mistökin, stökk manna hæst og skallaði boltann í autt markið. Virkilega klaufaleg mistök hjá Elías. Í seinni hálfleik voru Frammarar hættulegri í sínum sóknaraðgerðum og fengu tvö til þrjú dauðafæri en náðu ekki að reka smiðshöggið á sóknirnar. Leikur liðanna í seinni hálfleik einkenndist af miðjumoði og ekki er hægt að segja fótboltinn hafi verið áferðafallegur. Jafntefli því niðurstaðan en Framarar hefðu getað stolið sigrinum með smá heppni. Eyjamenn eru því á botni deildarinnar á markahlutfalli og verða að fara að girða sig í brók. Frammarar eru hins vegar í 7.sæti og eru á fljúgandi siglingu.Tölfræðin: ÍBV-Fram 1-1 1-0 Ajay Leicht Smith (29.) 1-1 Ívar Björnsson (41.) Hásteinsvöllur: Vestmannaeyjar. Áhorfendur: Ekki gefið upp Dómari: Garðar Örn Hinriksson 4 Skot (á mark): 11-14 (6-9) Varin skot: Elías 5 - Hannes 4 Horn: 2-5 Aukaspyrnur fengnar: 14-20 Rangstöður: 1-2ÍBV (4-4-2) Elías Fannar Stefnisson 6 Matt Garner 6 Andri Ólafsson 6 Pétur Runólfsson 6*Andrew Mwesigwa 7 - Maður leiksins Tonny Mawejje 4 (86,Ingi Rafn Ingibergsson -) Augustine Nsumba 5 (45,Þórarinn Ingi Valdimarsson 3) Gauti Þorvarðarson 5 (62,Bjarni Rúnar Einarsson 4) Eiður Aron Sigurbjörnsson 5 Chris Clements 6 Ajay Leicht Smith 7Fram (4-5-1) Hannes Þór Halldórsson 6 Ingvar Þór Ólason 5 Kristján Hauksson 5 (59,Sam Tillen 6) Auðun Helgason 6 Halldór Hermann Jónsson 5 Daði Guðmundsson 5 Heiðar Geir Júlíusson 6 Almarr Ormarsson 7 Ívar Björnsson 6 (45,Guðmundur Magnússon 5) Jón Guðni Fjóluson 4 Josep Edward Tillen 5 (80,Hjálmar Þórarinsson -) Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leik ÍBV og Fram í 12. umferð Pepsi-deildar karla. Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: ÍBV - Fram Það er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru eins og þær gerast bestar í Vestmannaeyjum í kvöld þegar Fram kom í heimsókn á Hásteinsvöllinn. Bæði lið börðust til síðasta blóðdropa í þessum leik sem endaði með 1-1 jafntefli. Leikurinn byrjaði af miklum krafti og var fyrri hálfleikur leiksins afar skemmtilegur og mörg færi litu dagsins ljós. Það voru hins vegar Eyjamenn sem náðu forystunni á 29. mínútu með frábæru marki frá Ajay Leicht Smith. Ajay vann boltann rétt fyrir framan miðju á vallarhelming Frammara, skaust fram úr tveimur varnarmönnun, skeiðaði inn í teig þar sem hann lék á Kristján Hauksson og renndi boltanum fallega framhjá Hannesi í fjærhorniði. Glæsilegt einstaklingsframtak. Eftir markið efldust leikmenn Fram til muna, sóttu stíft og sköpuðu sér nokkur góð færi en engin afgerandi dauðafæri þangað til að Eyjamenn gerðu sig seka um hræðileg mistök í vörninni. Á 41.mínútu fékk Kristján Hauksson boltann út á kanti við miðju vallarins, Kristján sendi háan bolta viðstöðulaust að teignum. Elías Fannar Stefnisson hleypur út úr markinu alveg að vítateigslínunni til að hirða boltann en misreiknar hlaupið illa. Ívar Björnsson nýtt sér mistökin, stökk manna hæst og skallaði boltann í autt markið. Virkilega klaufaleg mistök hjá Elías. Í seinni hálfleik voru Frammarar hættulegri í sínum sóknaraðgerðum og fengu tvö til þrjú dauðafæri en náðu ekki að reka smiðshöggið á sóknirnar. Leikur liðanna í seinni hálfleik einkenndist af miðjumoði og ekki er hægt að segja fótboltinn hafi verið áferðafallegur. Jafntefli því niðurstaðan en Framarar hefðu getað stolið sigrinum með smá heppni. Eyjamenn eru því á botni deildarinnar á markahlutfalli og verða að fara að girða sig í brók. Frammarar eru hins vegar í 7.sæti og eru á fljúgandi siglingu.Tölfræðin: ÍBV-Fram 1-1 1-0 Ajay Leicht Smith (29.) 1-1 Ívar Björnsson (41.) Hásteinsvöllur: Vestmannaeyjar. Áhorfendur: Ekki gefið upp Dómari: Garðar Örn Hinriksson 4 Skot (á mark): 11-14 (6-9) Varin skot: Elías 5 - Hannes 4 Horn: 2-5 Aukaspyrnur fengnar: 14-20 Rangstöður: 1-2ÍBV (4-4-2) Elías Fannar Stefnisson 6 Matt Garner 6 Andri Ólafsson 6 Pétur Runólfsson 6*Andrew Mwesigwa 7 - Maður leiksins Tonny Mawejje 4 (86,Ingi Rafn Ingibergsson -) Augustine Nsumba 5 (45,Þórarinn Ingi Valdimarsson 3) Gauti Þorvarðarson 5 (62,Bjarni Rúnar Einarsson 4) Eiður Aron Sigurbjörnsson 5 Chris Clements 6 Ajay Leicht Smith 7Fram (4-5-1) Hannes Þór Halldórsson 6 Ingvar Þór Ólason 5 Kristján Hauksson 5 (59,Sam Tillen 6) Auðun Helgason 6 Halldór Hermann Jónsson 5 Daði Guðmundsson 5 Heiðar Geir Júlíusson 6 Almarr Ormarsson 7 Ívar Björnsson 6 (45,Guðmundur Magnússon 5) Jón Guðni Fjóluson 4 Josep Edward Tillen 5 (80,Hjálmar Þórarinsson -) Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leik ÍBV og Fram í 12. umferð Pepsi-deildar karla. Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: ÍBV - Fram Það er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira