Enski boltinn

West Ham að krækja í efnilegan framherja frá Chelsea

Ómar Þorgeirsson skrifar
Gianfranco Zola.
Gianfranco Zola. Nordic photos/AFP

Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar er West Ham nálægt því að tryggja sér þjónustu framherjans Frank Nouble frá Chelsea en leikmaðurinn ungi neitaði nýlega samningsboði frá Chelsea.

Hinn 17 ára gamli Nouble er sagður eiga bjarta framtíð fyrir sér í boltanum eftir að hafa staðið sig vel með unglinga -og varaliðum Chelsea.

Samkvæmt Sky Sports var Arsenal einnig á eftir kappanum og ljóst að ef rétt reynist er leikmaðurinn mikill styrkur fyrir Gianfranco Zola og félaga í West Ham.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×