Fleiri fréttir

Fanndís líklega með á móti Noregi

U-19 ára landslið kvenna í knattspyrnu mætir Noregi í opnunarleik sínum á lokakeppni EM sem fram fer í Hvíta-Rússlandi þessa dagana en íslensku stelpurnar eru auk Noregs með Svíþjóð og Englandi í riðli.

Pellegrini: Ekkert leyndarmál að við viljum fá Alonso

Knattspyrnustjórinn Manuel Pellegrini hjá Real Madrid bindur enn vonir við að félagið nái að krækja í spænska landsliðsmanninn Xabi Alonso hjá Liverpool en knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool hefur ítrekað að leikmaðurinn sé ekki til sölu.

Sunderland neitar að gefa Cattermole upp á bátinn

Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar eru forráðamenn Sunderland búnir að hækka kauptilboð sitt í miðjumanninn Lee Cattermole hjá Wigan en fyrra kauptilboðinu var hafnað umsvifalaust af stjórnarformanninum Dave Whelan hjá Wigan sem kvað leikmanninn ennfremur ekki vera til sölu.

Webber og Vettel í fyrsta og öðru sæti

Red Bull liðið vann glæsilegan tvöfaldan sigur á Nurburgring Formúlu 1 brautinni í dag: Mark Webber vann sinn fyrsta Formúlu 1 sigur á ferlinum og saman rúlluðu hann og Vetttel Brawn liðinu upp í þessu móti.

Donovan: Ætla ekki að biðja Beckham afsökunar

Bandaríski landsliðsmaðurinn Landon Donovan ætlar ekki að biðja David Beckham afsökunar á orðum sínum um að Englendingurinn og liðsfélagi hans hjá LA Galaxy væri lélegur fyrirliði og væri alls ekki nógu vinnusamur fyrir liðið.

Kaka: Við erum peninganna virði

Brasilíumaðurinn Kaka sem kom til Real Madrid á 56 milljónir punda segir ekkert athugavert við eyðslu spænska félagsins í sumar og telur alls ekkert óeðlilegt við kaupverðið á sér og Ronaldo, sem Madridingar keyptu fyrir metfé eða 80 milljónir punda.

Benitez var að hugsa um að bjóða Owen samning

Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool hefur viðurkennt að hafa vellt alvarlega fyrir sér að bjóða Michael Owen samning á Anfield en hafi hætt við þegar hann áttaði sig á því að framherjinn myndi aldrei vera byrjunarliðsmaður hjá sér.

Robinson til liðs við Bolton á láni frá WBA

Knattspyrnustjórinn Gary Megson hjá Bolton er í skýjunum með að hafa landað Paul Robinson frá WBA á lánssamningi út komandi leiktíð en félögin náðu ekki saman um kaupverð á hinum þrítuga bakverði.

Grant Hill áfram í herbúðum Phoenix Suns

Umboðsmaður hins 36 ára gamla Grant Hill hefur staðfest að leikmaðurinn verði áfram hjá Phoenix Suns þrátt fyrir áhuga liða á borð við Boston Celtics og New York Knicks en hann framlengir samning sinn um eitt ár.

Benitez: Liverpool búið að neita kauptilboðum í Torres

Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool hefur staðfest að félagið hafi neitað nokkrum kauptilboðum í framherjann Fernando Torres í sumar og að ekki komi til greina að selja leikmanninn sem sé ánægður á Anfield.

Johnson: Hef sýnt að Mourinho hafði rangt fyrir sér

Enski landsliðsbakvörðurinn Glen Johnson, sem nýlega skrifaði undir samning við Liverpool eftir 17 milljón punda félagsskipti frá Porstmouth, vandar knattspyrnustjóranum José Mourinho ekki kveðjurnar en hann lék undir hans stjórn hjá Chelsea á sínum tíma.

Webber vonast eftir fyrsta sigrinum

Fjórir fremstu ökumenn í stigamótinu í Formúlu 1 ræsa af stað í þýska kappaksturinn í hádeginu í dag og eru fremstu menn á ráslínu. Mark Webber er fremstur og Rubens Barrichello við hliði hans. Fyrir aftan eru Jenson Button og Sebastian Vettel, en þessir kappar berjast um titilinn og beint fyrir aftan verður Lewis Hamilton, núverandi meistari. Spáð er regnskúum á meðan keppni stendur, en svipað veður hristi upp í tímatökunni í gær.

Keirrison á leiðinni til Barcelona

Joan Laporta hefur staðfest að Barcelona sé við það að ganga frá samningum við framherjann Keirrison hjá Palmeiras í Brasilíu.

Jafntefli hjá ÍBV og Keflavík í Eyjum

ÍBV og Keflavík skildu jöfn, 2-2, í fjörugum leik í Pepsi-deild karla í fótbolta í Vestmannaeyjum í kvöld. Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik.

Hodgson: Hangeland verður líklega áfram hjá Fulham

Knattspyrnustjórinn Roy Hodgson hjá Fulham er bjartsýnn á að félagið nái að halda miðverðinum eftirsótta Brede Hangeland þrátt fyrir áhuga félaga á borð við Arsenal, Aston Villa og Manchester City um að fá Norðmanninn í sínar raðir.

Íslendingar í eldlínunni á Englandi

Undirbúningstímabilið er hafið hjá félögum á Englandi og í dag léku Íslendingaliðin Burnley, Coventry og QPR sína fyrstu æfingarleiki í sumar.

Campbell kominn til Sunderland

Enski U-21 árs landsliðsframherjinn Fraizer Campbell hefur ákveðið að ganga í raðir Sunderland eftir að félagið náði samkomulagi um 3,5 milljón punda kaupverð við Manchester United.

Atli: Erum til alls líklegir í sumar

Atli Eðvaldsson stýrði Valsmönnum til sigurs í sínum fyrsta leik með Hlíðarendaliðið í Pepsi-deildinni gegn KR í dag. Atli var gríðarlega sáttur með stigin þrjú.

Helgi: Sýndum frábæran karakter

Framherjinn Helgi Sigurðsson var líflegur í 3-4 sigurleik Vals gegn KR á KR-vellinum í dag. Helgi skoraði eitt mark úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur en Bjarni Guðjónsson fékk að líta rauða spjaldið í kjölfarið.

Staðan er 2-2 í hálfleik hjá KR og Val

Staðan er jöfn, 2-2, í hálfleik hjá KR og Val í Pepsi-deild karla á KR-velli í bráðfjörugum leik. Guðmundur Benediktsson opnaði markareikninginn fyrir heimamenn á 6. mínútu með snyrtilegu marki eftir gott samspil við Björgólf Takefusa.

City ekki lengur á höttunum eftir Eto'o

Forráðamenn Manchester City hafa játað sig sigraði í baráttunni við að fá Kamerúnann Samuel Eto'o frá Barcelona vegna óraunhæfrar launakröfu leikmannsins.

Webber fljótastur í ævintýralegri tímatöku

Ástralinn Mark Webber var fljótastur allra í skrautegri og spennandi tímatöku á Nurburgring brautinni í Þýsklandi í dag. Veðurguðirnir stríddu ökumönnum, sem þurftu að taka mikilvægar ákvarðnir undir miklu álagi. En toppmennirnir í titilslagnum eru í fyrstu fjórum sætunum á ráslínu.

Liverpool: El Zhar semur og Mavinga kemur

Liverpool hefur staðfest að vængmaðurinn Nabil El Zhar hefur gert nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2012. Hinn 22 ára gamli El Zhar bætist þar með í hóp þeirra Steven Gerrard, Fernando Torres, Dirk Kuyt, Daniel Agger og Yossi Benayoun sem hafa allir undirritað nýja samninga við Liverpool í sumar.

Huntelaar þarf að ákveða hvort hann fari til Stuttgart

Real Madrid hefur staðfest að félagið sé búið að ná samkomulagi við Stuttgart um sölu á framherjanum Klaas-Jan Huntelaar á 17,2 milljónir punda sem er sama verð og Madridingar borguðu fyrir leikmanninn í janúar síðast liðnum.

Engin boð borist í Sergio Aguero

Forsetinn Enrique Cerezo hjá Atletico Madrid hefur tekið fyrir þær sögusagnir að Manchester United sé búið að leggja fram kauptilboð í Sergio Aguero en breskir og spænskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að United hefði boðið 30 milljónir punda og miðjumanninn Nani í skiptum fyrir Aguero.

Micah Richards með svínaflensuna

Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að landsliðsmaðurinn Micah Richards hjá Manchester City hafi fengið svínaflensuna þegar hann var í fríi á Kýpur.

Benitez: Eigum ekki eftir að gera stórkaup

Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool á ekki von á því að félagið kaupi fleiri leikmenn fyrir háar fjárhæðir eftir að hafa tryggt sér þjónustu Glen Johnson á 17 milljónir punda á dögunum.

McLaren og Ferrari aftur í toppslaginn

Teikn virðast á lofti eftir lokaæfingu keppnisliða í Formúlu 1 á Nurburgring í morgun. McLaren og Ferrari eru aftur farinn að berjast um besta tíma því Lewis Hamilton á McLaren var með besta tíma dagsins, fyrir tímatökuna sem er í hádeginu.

Fyrsta tap KA-manna staðreynd

KA-menn töpuðu í kvöld sínum fyrsta leik í 1. deildinni þetta sumarið þegar þeir heimsóttu Víking Reykjavík. Chris Vorenkamp skoraði eina mark leiksins á 27. mínútu.

Naughton á leið í Everton

Varnarmaðurinn Kyle Naughton er líklega á leið til Everton. Sheffield United hefur tekið tilboði sem hljóðar upp á 5 milljónir punda í leikmanninn.

Almunia: Vinnum ekkert með eintómum krökkum

Markvörðurinn Manuel Almunia skýtur föstum skotum að forráðamönnum Arsenal þegar hann gagnrýnir kaupstefnu félagsins um að fá bara unga og efnilega leikmenn í stað reynslumeiri leikmanna og kennir því um að félagið vinni ekki titla.

Grindvíkingar grobbnir af sínum heimavelli

Grindvíkingar eru afar ánægðir með völlinn sinn þessa daganna sem sjá má í frétt á heimasíðu félagsins. Þar er skrifað að Grindavíkurvöllur hafi líklega aldrei litið eins vel út.

Neville: Owen getur komist aftur í enska landsliðið

Gary Neville hefur fulla trú á nýja liðsfélaganum sínum Michael Owen hjá Manchester United og spáir því að leikmaðurinn muni vinna sér fast sæti í enska landsliðshópnum áður en langt um líður.

Mun færri mættu á kynningu Benzema en hjá Ronaldo og Kaka

Real Madrid kynnti Karim Benzema fyrir stuðningsmönnum sínum á Santiago Bernabeu í dag en áður hafði liðið haldið kynningarfundi fyrir þá Cristiano Ronaldo og Kaka. Real keypti Benzema frá franska liðinu Lyon fyrir upphæð sem gæti farið alla leið upp í 35 milljónir punda.

Titilvörn Vesturbæinga hefst í Iðunni

Körfuknattleikssamband Íslands er búið að draga í töfluröð í Iceland Express deild karla næsta vetur og birti yfirlit yfir fyrstu tvær umferðirnar á heimasíðu sinni í dag.

Sjá næstu 50 fréttir