Enski boltinn

Liverpool: El Zhar semur og Mavinga kemur

Ómar Þorgeirsson skrifar
Nabil El Zhar.
Nabil El Zhar. Nordic photos/AFP

Liverpool hefur staðfest að vængmaðurinn Nabil El Zhar hefur gert nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2012.

Hinn 22 ára gamli El Zhar bætist þar með í hóp þeirra Steven Gerrard, Fernando Torres, Dirk Kuyt, Daniel Agger og Yossi Benayoun sem hafa allir undirritað nýja samninga við Liverpool í sumar.

Þá hefur Liverpool einnig staðfest félagsskipti hins franska Chris Mavinga frá Paris Saint Germain en varnarmaðurinn skrifar undir þriggja ára samning á Anfield.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×