Enski boltinn

Íslendingar í eldlínunni á Englandi

Ómar Þorgeirsson skrifar
Jóhannes Karl Guðjónsson lék með Burnley í dag.
Jóhannes Karl Guðjónsson lék með Burnley í dag. Nordic photos/Getty images

Undirbúningstímabilið er hafið hjá félögum á Englandi og í dag léku Íslendingaliðin Burnley, Coventry og QPR sína fyrstu æfingarleiki í sumar.

Jóhannes Karl Guðjónsson lék með úrvalsdeildarnýliðum Burnley allan seinni hálfleikinn í 2-1 tapi gegn Bradford en Owen Coyle skitpi hálfleikum á milli tveggja liða Burnley. Graham Alexander skoraði eina mark Burnley í leiknum í fyrri hálfleik.

Heiðar Helguson var á meðal markaskorara QPR í 4-0 sigurleik gegn Aldershot en Dalvíkingurinn skoraði annað mark QPR í leiknum um miðjan fyrri hálfleik.

Þá lék Aron Einar Gunnarsson allan síðari hálfleikinn í 1-1 jafntefli Coventry gegn Wrexham en Jermaine Grandison skoraði mark Coventry í leiknum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×