Enski boltinn

Staðan er 2-2 í hálfleik hjá KR og Val

Omar Þorgeirsson skrifar
Björgólfur Takefusa.
Björgólfur Takefusa.

Staðan er jöfn, 2-2, í hálfleik hjá KR og Val í Pepsi-deild karla á KR-velli í bráðfjörugum leik.

Guðmundur Benediktsson opnaði markareikninginn fyrir heimamenn á 6. mínútu með snyrtilegu marki eftir gott samspil við Björgólf Takefusa. Valsmenn voru þó ekki lengi að svara því Atli Sveinn Þórarinsson jafnaði leikinn með skallamarki eftir hornspyrnu á 10. mínútu.

Þá skall ólukkan á Valsmönnum og Marel Jóhann Baldvinsson og Hafþór Ægir Vilhjálmsson þurftu að yfirgefa völlinn vegna meiðsla á 12. og 14. mínútu.

Fimm mínútum síðar varð Sigurbjörn Hreiðarsson svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Flest benti til þess að KR-ingar myndu fara með forystuna inn í hálfleik en Sigurbjörn bætti að einhverju leyti fyrir sjálfsmarkið með glæsilegri sendingu á varamanninn Pétur Georg Markan sem afgreiddi boltann af harðfylgi í netið og staðan 2-2 eftir fjörugan fyrri hálfleik á KR-vellinum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×