Enski boltinn

Campbell kominn til Sunderland

Ómar Þorgeirsson skrifar
Fraizer Campbell.
Fraizer Campbell. Nordic photos/AFP

Enski U-21 árs landsliðsframherjinn Fraizer Campbell hefur ákveðið að ganga í raðir Sunderland eftir að félagið náði samkomulagi um 3,5 milljón punda kaupverð við Manchester United.

Kaupverðið gæti þó hækkað í 6 milljónir punda ef Campbell stendur undir væntingum á leikvangi Ljóssins. Campbell var einnig orðaður við Hull en ákvað frekar að fara til Sunderland.

Framherjinn var á síðasta tímabili í láni hjá Tottenham en var aftur á móti aðeins níu sinnum í byrjunarliðinu og á því enn eftir að sanna sig almennilega í ensku úrvalsdeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×