Enski boltinn

Robinson til liðs við Bolton á láni frá WBA

Ómar Þorgeirsson skrifar
Paul Robinson.
Paul Robinson. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Gary Megson hjá Bolton er í skýjunum með að hafa landað Paul Robinson frá WBA á lánssamningi út komandi leiktíð en félögin náðu ekki saman um kaupverð á hinum þrítuga bakverði.

Bolton vildi aðeins greiða helming af einnar milljón punda verðmiðanum sem WBA setti á leikmanninn.

„Robinson er með mikla reynslu í úrvalsdeildinni og ég er sannfærður um að aðdáendur Bolton muni gleðjast mjög þegar þeir sjá hvað hann leggur mikið af mörkum fyrir lið sitt. Ég fékk Robinson til WBA á sínum tíma og þekki hann því mjög vel og hann mun auka samkeppnina vinstra megin í vörninni," segir Megson í samtali við Sky Sports fréttastofuna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×