Enski boltinn

Almunia: Vinnum ekkert með eintómum krökkum

Ómar Þorgeirsson skrifar
Manuel Almunia.
Manuel Almunia. Nordic photos/Getty images

Markvörðurinn Manuel Almunia skýtur föstum skotum að forráðamönnum Arsenal þegar hann gagnrýnir kaupstefnu félagsins um að fá bara unga og efnilega leikmenn í stað reynslumeiri leikmanna og kennir því um að félagið vinni ekki titla.

„Það er vissulega gott og blessað aað vera með ungt og efnilegt lið en þú vinnur ekki titla þannig. Til þess að taka skrefið lengra þurfa menn að vera tilbúnir í stóru leikjunum og til þess þurfum við meiri reynslu til þess að við séum samkeppnishæfari í samanburði við önnur félög," er haft eftir Almunia í breska götublaðinu The Sun.

Knattspyrnustjórinn Arsene Wenger hjá Arsenal telur liðið þó vera á réttri leið og vísar á bug sögusögnum um að hann vilji ekki eyða peningum sem séu nú þegar til.

„Ég er orðinn þreyttur á sögusögnum um að við eigum 100 milljónir í banka og séum ekki reiðubúnir að eyða þeim. Við erum bara að byggja upp til framtíðar, svipað og Barcelona er að gera á Spáni og framtíðin er björt," segir Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×