Enski boltinn

Benitez: Liverpool búið að neita kauptilboðum í Torres

Ómar Þorgeirsson skrifar
Fernando Torres.
Fernando Torres. Nordic photos/Getty images

Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool hefur staðfest að félagið hafi neitað nokkrum kauptilboðum í framherjann Fernando Torres í sumar og að ekki komi til greina að selja leikmanninn sem sé ánægður á Anfield.

Manchester United, Manchester City og Real Madrid hafa öll verð orðuð við spænska landsliðsmanninn í sumar.

„Við höfum fengið risakauptilboð í nokkra af okkar bestu leikmönnum, þar á meðal Torres. Umboðsmenn vinnandi fyrir félög höfðu samban við okkur út af Torres en við vissum alltaf að þegar kauptilboð kæmi í hann þá myndum við segja nei. Aðalmálið er að Torres vill vera áfram hjá Liverpool og við viljum senda út skilaboð um að við séum með mjög sterkt lið og ætlum að bæta okkur enn meira í stað þess að selja bestu leikmennina frá okkur," segir Benitez í samtali við Sky Sports fréttastofuna.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×