Enski boltinn

City ekki lengur á höttunum eftir Eto'o

Ómar Þorgeirsson skrifar
Samuel Eto'o.
Samuel Eto'o. Nordic photos/AFP

Forráðamenn Manchester City hafa játað sig sigraði í baráttunni við að fá Kamerúnann Samuel Eto'o frá Barcelona vegna óraunhæfrar launakröfu leikmannsins.

Kaupverðið var ekki talið vera hindrunin en City var tilbúið að borga 18 milljónir punda fyrir leikmanninn sem verður samningslaus á Nývangi næsta sumar og Barcelona því líklegt til þess að taka kauptilboðinu en Eto'o er sagður hafa viljað fá hluta af kaupverðinu í eigin vasa ásamt því að vilja fá yfir 200 þúsund pund á viku.

„Eto'o er án nokkurs vafa frábær fótboltamaður en það sköpuðust aðstæður í viðræðunum sem við réðum ekki við og því verður ekkert af þessu," segir Garry Cook stjórnarformaður City.

Forráðamenn Barcelona vonast nú til þess að framherjinn skrifi undir nýjan tveggja ára samning við félagið eftir að City dró sig út úr samningaviðræðunum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×